Vantrauststillaga felld á Alþingi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í þingsal í kvöld.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í þingsal í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingsályktunartillaga um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar var felld á Alþingi rétt í þessu. Tillagan var felld með 35 atkvæðum gegn 25 atkvæðum. 

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flokkur fólksins og Píratar lögðu tillöguna fram og mælti Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fyrir henni klukkan 17 í dag. Tillagan fól í sér að Alþingi myndi álykta að lýsa van­trausti á rík­is­stjórn­ina og lýsa þeim vilja sín­um að þing verði rofið fyr­ir 26. júní og efnt verði til al­mennra alþing­is­kosn­inga þann 7. sept­em­ber.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umræður stóðu yfir til klukkan 22.15 er hlé var gert á þingfundi. Fundur hófst að nýju um klukkan 22.30 og þá tóku fjölmargir þingmenn til máls um atkvæðagreiðslu um ályktunina.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert