Kíghósti hefur breiðst út um höfuðborgarsvæðið

Horft yfir höfuðborgarsvæðið. Mynd úr safni.
Horft yfir höfuðborgarsvæðið. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

Kíg­hósti hef­ur greinst hjá nokkr­um ótengd­um ein­stak­ling­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Sum­ir þeirra hafa verið með ein­kenni frá því í mars en aðrir skem­ur.

Ljóst er að sýk­ing­in hef­ur náð út­breiðslu, að minnsta kosti á höfuðborg­ar­svæðinu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Kíg­hósti er önd­un­ar­færa­sýk­ing sem er al­geng­ust hjá börn­um, einkum á fyrstu mánuðum æv­inn­ar. Hjá ung­ling­um og full­orðnum birt­ist sjúk­dóm­ur­inn sem langvar­andi og þrálát­ur hósti.

Sam­kvæmt þekk­ing­ar­vef Heilsu­veru eru ein­kenni kíg­hósta eft­ir­far­andi:

  • Vægt kvef
  • Vax­andi hósti
  • Slím­söfn­un og slæm hósta­köst, sér­stak­lega á næt­urn­ar

Eft­ir um það bil tvær vik­ur fær­ast ein­kenn­in í vöxt með áköf­um hósta­köst­um og fylg­ir þeim ein­kenn­andi sog­hljóð við inn­önd­un. Síðari ein­kenni eru:

  • Hnerri
  • Nefrennsli
  • Hiti
  • Ein­kenni sjúk­dóms­ins geta verið til staðar í allt að 10 vik­ur.

Með sjúk­dóm­inn í 2-3 vik­ur

Smit berst milli manna með úða frá önd­un­ar­fær­um, til dæm­is með hnerra. Meðgöngu­tími sjúk­dóms­ins er yf­ir­leitt um 2 til 3 vik­ur.

Ung börn, sér­stak­lega börn inn­an eins árs, geta orðið al­var­lega veik. Full­bólu­sett­ir ein­stak­ling­ar veikj­ast sjald­an al­var­lega en geta fengið lang­vinn­an og hvim­leiðan hósta, enda er kíg­hósti einnig nefnd­ur „hundrað daga hósti“.

„Ef grun­ur leik­ur á kíg­hósta­smiti er fólki af land­inu öllu bent á að heyra í Upp­lýs­inga­miðstöð Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins í síma 1700 eða á net­spjalli Heilsu­veru til að fá ráðlegg­ing­ar um viðbrögð,“ seg­ir í til­kynn­ingu heilsu­gæsl­unn­ar.

Þurfa að draga úr um­gengni við ung­börn

Kíg­hósti er önd­un­ar­færa­sýk­ing sem er al­geng­ust hjá börn­um, einkum á fyrstu mánuðum æv­inn­ar. Hjá ung­ling­um og full­orðnum birt­ist sjúk­dóm­ur­inn sem langvar­andi og þrálát­ur hósti.

Ein­stak­ling­ar með kíg­hósta þurfa að draga eins og kost­ur er úr um­gengni við ung­börn í um tvær vik­ur ef inn­an við 10 ár eru frá því viðkom­andi var bólu­sett­ur eða leng­ur ef lengra er frá bólu­setn­ingu. Mik­il­vægt er að þau sem smit­ast haldi sig heima á meðan veik­ind­in ganga yfir.

Sýkla­lyf gagn­ast sjald­an til að draga úr veik­ind­um vegna kíg­hósta en er beitt í ein­staka til­fell­um, til að mynda ef sýk­ing­in veld­ur bráðri lungna­bólgu.

Bólu­setn­ing­ar mik­il­væg­ar

„Bólu­setn­ing móður á meðgöngu dreg­ur úr hættu á að börn und­ir 6 mánaða aldri veikist al­var­lega og bólu­setn­ing sam­kvæmt áætl­un fyr­ir ung­börn viðheld­ur svo vörn­inni næstu 6 mánuði eft­ir það. End­ur­tek­in bólu­setn­ing er nauðsyn­leg til að viðhalda mark­vissu viðnámi gegn kíg­hósta, jafn­vel hjá þeim sem hafa fengið kíg­hósta,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Mælt er með bólu­setn­ingu á 10 ára fresti eft­ir al­menn­ar barna­bólu­setn­ing­ar, þegar til­efni gefst. Starfs­fólk heil­brigðis­stofn­ana sem sinn­ir börn­um og aðrir sem um­gang­ast börn und­ir 1 árs á næstu mánuðum ættu að sækj­ast eft­ir bólu­setn­ingu ef 10 ár eða fleiri eru liðin frá síðasta skammti.

Bólu­setn­ing á meðgöngu miðast að því að vernda barnið og því er mælt með henni á hverri meðgöngu til að verja hvert barn fyr­ir sig. Þær bólu­setn­ing­ar verja einnig móður­ina við kíg­hósta eft­ir meðgöngu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert