Dönsuðu palestínskan þjóðdans á Austurvelli

Fundargestir dönsuðu saman palestínskan þjóðdans.
Fundargestir dönsuðu saman palestínskan þjóðdans. Aðsend/Þórdís Reynisdóttir

Útifundur fyrir friði og réttlæti í Palestínu var haldinn á Austurvelli í dag. Fyrir fundinum stóðu Menningar-og friðarsamtök íslenskra kvenna, Samtök hernaðarandstæðinga og Félagið Ísland-Palestína.

„Nú eru meira en 6 mánuðir liðnir frá því að þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum hófst, og enn virðist vopnahlé eða friður ekki í neinu sjónmáli og ekki forgangsatriði hjá ríkisstjórn Íslands, sem enn hefur ekki fordæmt hernað og stríðsglæpi Ísraela á Gasa,“ segir í tilkynningu félagsins Íslandi-Palestínu um fundinn. 

Gagnrýna fyrrverandi forsætisráðherra

Fundarstjóri var Árni Pétur Guðjónsson leikari. Ræðufólk var Gunnar Hersveinn heimspekingur, Lea María Lemarquis fyrir hönd Menningar og friðarsamtaka íslenskra kvenna, Guttormur Þorsteinsson frá Samtökum hernaðarandstæðinga og Manar Azzeh frá Palestínu.

Öll gerðu þau frið og réttlæti að umfjöllunarefni í ræðum sínum. 

Lea María Lemarquis hélt ræðu fyrir hönd Menningar og friðarsamtaka …
Lea María Lemarquis hélt ræðu fyrir hönd Menningar og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Aðsend/Þórdís Reynisdóttir

Í ræðu sinni fjallaði Lea María einnig um að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra hafi neitaði að taka á móti tíu þúsund undirskriftum sem söfnuðust í gegnum undirskriftasöfnun á Ísland.is, þar sem þess var krafist að Ísland styddi kæru Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir Alþjóðadómstólnum.

Þá sagði Lea María einnig að utanríkisráðherra á þeim tíma, Bjarni Benediktsson, hafi neitað að veita undirskriftalistanum móttöku.

Undirskriftalistinn hefur því enn ekki verið afhentur.

Fólk á öllum aldri var samankomið á Austurvelli.
Fólk á öllum aldri var samankomið á Austurvelli. Aðsend/Þórdís Reynisdóttir

Í lok fundarins dönsuðu fundargestir saman svokallaðan Dabke-dans sem er palestínskur þjóðdans. 

Palestínska fánanum var veifað en meira en 6 mánuður eru …
Palestínska fánanum var veifað en meira en 6 mánuður eru síðan átökin hófust. Aðsend/Þórdís Reynisdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert