Kristrún varar flokksmenn við kæruleysi

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn enga innistæðu eiga fyrir …
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn enga innistæðu eiga fyrir kæruleysi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristrún Frosta­dótt­ir formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir flokk­inn vera merk­is­bera jafnaðar­stefnu á Íslandi og var­ar flokks­menn við því að sofna á verðinum þótt flokk­ur­inn hljóti mik­inn meðbyr sam­kvæmt nýj­ustu könn­un­um. 

Þetta kom fram í ræðu Kristrún­ar á flokk­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem var hald­inn fyrr í dag. 

Eng­in inni­stæða fyr­ir kæru­leysi

Kristrún sagði fjölda fólks víðs veg­ar um landið von­ast til þess að Sam­fylk­ing­unni tak­ist að end­ur­reisa vel­ferðar­kerfið, lyfta innviðum lands­ins og að: „Okk­ur tak­ist að rífa hlut­ina í gang og koma Íslandi aft­ur á rétta braut“. Þá sagði hún of mikið vera í húfi til að bregðast þess­um von­um.

Hún varaði sam­flokks­menn við því að kæru­leysi gæti læðst aft­an að þeim á meðan flokk­ur­inn mæl­ist sá stærsti í könn­un­um:

„Enda er ekk­ert í hendi og við höf­um bara enga inni­stæðu fyr­ir því að vera kæru­laus, eða van­meta valda­flokk­anna sem við ætl­um okk­ur að leysa af hólmi eft­ir næstu kosn­ing­ar.“

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar að Bessastöðum 9. apríl 2024.
Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar að Bessa­stöðum 9. apríl 2024. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Rík­is­stjórn­in í koll­hnís og Sam­fylk­ing­in ferðast inn­an­lands

Kristrún sagði fólk vilja upp­lifa festu í Sam­fylk­ing­unni sam­an­borið við sitj­andi rík­is­stjórn: 

„Hvað sögðum við síðast á flokks­stjórn­ar­fund­in­um á Ak­ur­eyri? Við sögðum: „Þegar það er óreiða hjá rík­is­stjórn­inni – þá á þjóðin að upp­lifa festu í Sam­fylk­ing­unni“,“ sagði hún og hélt áfram:

„Og viti menn: Á meðan rík­is­stjórn­in hélt áfram að fara í alls kon­ar koll­hnísa og funda með sjálfri sér um sjálfa sig, [...] þá tók­um við enn einn hring um landið – héld­um hátt í 30 opna fundi með al­menn­ingi, að þessu sinni um at­vinnu og sam­göng­ur, og heim­sótt­um 180 fyr­ir­tæki um land allt; í öll­um grein­um at­vinnu­lífs­ins.“

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera merkisbera jafnaðarstefnu á …
Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir flokk­inn vera merk­is­bera jafnaðar­stefnu á Íslandi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kall­ar eft­ir virkj­un­um og jarðgöng­um

Kristrún sagði rík­is­stjórn­ina hafa skilað svo gott sem auðu í sam­göngu- og orku­mál­um og benti á að þrátt fyr­ir fyr­ir­heit um frek­ari jarðgöng hafi eng­ar slík­ar fram­kvæmd­ir haf­ist. Sama seg­ir hún um stöðuna í virkj­un­um.

Í því sam­hengi sagði hún Sam­fylk­ing­una búa yfir ein­beitt­um vilja til verk­legra fram­kvæmda og sé til­bú­in til fram­kvæmda frá fyrsta degi í nýrri rík­is­stjórn.

Innviðir ekki í takt við fólks­fjölg­un

Kristrún sagði hag­vöxt á hvern ein­stak­ling vera minni hér­lend­is en geng­ur og ger­ist á Norður­lönd­um og í Evr­ópu frá ár­inu 2017.

Hún seg­ir rót vand­ans liggja í því að hag­vöxt­ur hafi verið keyrður áfram af vexti í vinnu­afls­frek­um at­vinnu­grein­um og sam­hliða því hafi orðið mik­il fólks­fjölg­un.

Þá benti hún á að fjöldi inn­flytj­enda hér á landi hafi tvö­fald­ast á sjö árum, án þess að innviðir og grunnþjón­usta hafi haldið í við þá þróun.

Þar næst sagði hún hækk­andi hús­næðis­verð þrýsta á laun sem hafi vakið upp ör­vænt­ingu meðal fólks. Hún gagn­rýndi rík­is­stjórn­ina fyr­ir að lofa „sömu 1000 íbúðunum á síðustu árum“, og seg­ir rót vand­ans teygja sig lengra en ein­ung­is fjölda íbúða:

„En vand­inn er auðvitað sá, að skort­ur á at­vinnu­stefnu, sam­setn­ing hag­vaxt­ar sem þessi rík­is­stjórn hef­ur ýtt und­ir, hef­ur orðið til þess að vand­inn bara vind­ur upp á sig á hús­næðismarkaði. Þau kom­ast aldrei fram fyr­ir vand­ann.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka