Arnþrúður svarar Ingu Björk

Arnþrúður Karlsdóttir og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir.
Arnþrúður Karlsdóttir og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir. Samsett mynd

Arnþrúður Karls­dótt­ir, út­varps­stjóri á Útvarpi Sögu, seg­ir ásak­an­ir Ingu Bjark­ar Mar­grét­ar Bjarna­dótt­ur, varaþing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vera al­farið rang­ar. 

Inga Björk sagði af sér varaþing­mennsku fyr­ir Sam­fylk­ing­una og öðrum trúnaðar­störf­um fyr­ir flokk­inn, og greindi frá því á Face­book í dag. Sam­fylk­ing­in hafði sofnað á verðinum í veiga­mikl­um mann­rétt­inda­mál­um, að mati Ingu Bjark­ar.

Inga Björk sagði frá því að Arnþrúði hafi verið boðið að tala á fundi á veg­um flokks­ins. Sagði hún Arnþrúði bás­úna hat­ursorðræðu gegn hinseg­in fólki og inn­flytj­end­um.

„Það er vont að þurfa að út­skýra að það að leyfa út­varps­konu sem hef­ur verið dæmd fyr­ir hat­ursorðræðu, að láta gamm­inn geysa, hef­ur áhrif á líf mitt, fjöl­skyldu minn­ar og alls ann­ars hinseg­in fólks,“ sagði Inga Björk.

Rétt­læt­ir eig­in óánægju með ósann­ind­um

Arnþrúður seg­ir í sam­tali við mbl.is það vera al­farið rangt að hún hafi verið dæmd fyr­ir hat­ursorðræðu. Útvarp Saga hafi held­ur aldrei verið dæmd fyr­ir slíkt.

„Það er illa fyr­ir fólki komið þegar það þarf að rétt­læta eig­in óánægju með því að grípa til ósann­inda. Það get­ur varla tal­ist glæp­ur að Sam­fylk­ing­in hafi beðið mig að tala á ráðstefnu ásamt fleiri blaðamönn­um,“ seg­ir Arnþrúður.

Pét­ur ákærður fyr­ir hat­ursorðræðu

Í nóv­em­ber 2016 ákærði lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu Pét­ur Gunn­laugs­son, lög­mann og út­varps­mann á Útvarpi Sögu, fyr­ir hat­ursorðræðu og út­breiðslu hat­urs með því að hafa í sam­ræðum við hlust­end­ur stöðvar­inn­ar látið um­mæli falla sem voru hat­urs­full í garð sam­kyn­hneigðra.

Máli ákæru­valds­ins gegn Pétri var vísað frá Héraðsdómi Reykja­vík­ur í janú­ar 2017.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka