Sigurður Ingi endurkjörinn formaður

Forysta Framsóknarflokksins.
Forysta Framsóknarflokksins. Ljósmynd/Aðsend

Sigurður Ingi Jóhannsson var á 37. flokksþingi Framsóknar endurkjörinn formaður flokksins með rúmlega 96% greiddra atkvæða.

Sigurður Ingi hefur verið formaður frá árinu 2016.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir var endurkjörin varaformaður Framsóknar með tæplega 90% greiddra atkvæða. Hún hefur verið varaformaður frá árinu 2016, að því er kemur fram í tilkynningu.

Ásmundur Einar Daðason var endurkjörinn ritari Framsóknar með rúmlega 95% atkvæða. Hann hefur verið ritari Framsóknar frá árinu 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert