Katrín: Jóhönnustjórnin talaði máli Íslands

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:01
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:01
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóðandi og fyrr­um for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að rík­is­stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur hafi talað máli Íslands og ís­lenskra hags­muna á alþjóðleg­um vett­vangi.

Þetta kem­ur fram í nýj­asta viðtali Spurs­mála þar sem talið berst að þeim mál­um sem skóku Ísland og ís­lenskt sam­fé­lag eft­ir banka­hrunið 2008.

Katrín gegndi embætti mennta­málaráðherra í stjórn­inni.

Katrín Jakobsdóttir er nýjasti gestur Spursmála og ræðir þar hlutverk …
Katrín Jak­obs­dótt­ir er nýj­asti gest­ur Spurs­mála og ræðir þar hlut­verk for­seta Íslands en einnig lang­an póli­tísk­an fer­il sinn. mbl.isKrist­inn Magnús­son

Var eini mál­svar­inn að eig­in sögn

Full­yrðing­ar henn­ar stang­ast á við það sem Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, fyrr­um for­seti Íslands hef­ur haldið fram á op­in­ber­um vett­vangi, nú síðast í viðtali við Morg­un­blaðið í til­efni af 110 ára af­mæli blaðsins.

Þar sagðist hann hafa verið eini mál­svari Íslands á alþjóðleg­um vett­vangi.

Ekki hluti af starfs­skyld­um for­set­ans

„Að þótt margt megi segja gott um þessa stjórn Jó­hönnu og Stein­gríms þá van­ræktu þau al­gjör­lega að tala við fjöl­miðla heims­ins [...] Ég lenti í því sem for­seti þarna í rúmt ár eða jafn­vel leng­ur að vera eini mál­svari Íslands á alþjóðleg­um vett­vangi. Það er reynd­ar ekki hluti af starfs­skyld­um for­set­ans.“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar þar.

Ekki í verka­hring mennta­málaráðherra

Orðaskipt­in um þessi mál má sjá og heyra í spil­ar­an­um efst í þess­ari frétt. En þau má einnig lesa í sam­an­tekt hér fyr­ir neðan.

Á sama tíma þegar þessi mál ganga yfir þá er Ólaf­ur Ragn­ar úti um all­an heim á alþjóðleg­um frétta­stöðvum, Bloom­berg, Sky, BBC og ann­arsstaðar að halda uppi vörn­um fyr­ir ís­lenska þjóð í at­lög­unni sem Bret­ar og Hol­lend­ing­ar gerðu að okk­ur. For­sæt­is­ráðherr­ann og ráðherr­ar í rík­is­stjórn Íslands gerðu það ekki. Ólaf­ur Ragn­ar hef­ur í mörg­um viðtöl­um, meðal ann­ars hér hjá Morg­un­blaðinu lýst því yfir að hann hafi talið sig nauðbeygðan til að taka til varna fyr­ir þjóðina vegna þess að þið, rík­is­stjórn­in frá 2009-2013 gerði það alls ekki.

„Ég tel raun­ar að rík­is­stjórn­in hafi gengið þar fram og rifja ég upp ut­an­rík­is­ráðherra í þeim mál­um og fleiri ráðherra sem gengu þar fram fyr­ir skjöldu og voru einnig að halda uppi vörn­um fyr­ir Ísland. Þess vegna segi ég að mér finnst mik­il­vægt að for­set­inn geti nýtt sína stöðu á alþjóðavett­vangi ef þörf er á,“ seg­ir Katrín.

Reynsl­an mun skipta sköp­um

Og hún bæt­ir við:

„Ég get nefnt annað dæmi sem er nær okk­ur í tíma, sem er heims­far­ald­ur­inn sem gekk hérna yfir í tvö ár. Senni­lega ein­kenni­leg­asti tími til að vera for­sæt­is­ráðherra á síðari tím­um að leiða þjóðina í gegn­um það. Og þá skipt­ir griðarlega miklu máli, þegar við vor­um al­gjör­lega ein­angruð um tíma að geta beitt alþjóðleg­um tengsl­um og alþjóðleg­um sam­skipt­um til að tryggja hags­muni lands­ins. Og ég tel að ég hafi öðlast ákveðna reynslu í því sem geti verið mik­il­væg. En ít­reka að þar með tel ég ekki að for­set­inn eigi að ganga inn á ut­anrikis­stefn­una. Það tel ég ekki vera. Hún er mótuð...“

En það gerði Ólaf­ur Ragn­ar þarna. Hann talaði þvert á það sem yf­ir­völd og fram­kvæmda­valdið gerði á sín­um tíma og þið lyftuð ekki litla fingri við að bera hönd fyr­ir höfuð okk­ar. Það urðu marg­ir vitni að þessu, til dæm­is þegar Ólaf­ur mætti í Hard Talk í BBC og lét þá heyra það.

„Ja, hann talaði máli þjóðar­inn­ar, al­veg tví­mæla­laust. En ég vitna í það sem ég sagði áðan. ÞAð gerðu líka ráðherr­ar í rík­is­stjórn­inni. En ég gerði það ekki sem mennta­málaráðherra, ég var ekki kölluð til í þau verk­efni.“

En léstu heyra í þér inni í rík­is­stjórn­inni, um það að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir og Stein­grím­ur J. og eft­ir at­vik­um ut­an­rík­is­ráðherr­ann myndu gera meira af þvi?

Með þjóðar­hag að leiðarljósi

„Eins og ég ít­reka þá töluðu þau fyr­ir hags­mun­um Íslands á þess­um tíma. Það gerði for­set­inn líka og mín, þegar ég lít aft­ur þá held ég og veit það, því það er kannski það mik­il­væga, því það er annað að lesa um þessi mál eða að standa í stór­ræðunum og þetta voru ekki auðveld­ir tím­ar fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag né ís­lensk stjórn­mál og ég tel að þau sem sátu á þingi hafi þarna verið að vinna að þess­um mál­um með þjóðar­hag að leiðarljósi.

En þegar við horf­um á niður­stöðuna, þar sem skuld­irn­ar voru greidd­ar með eign­um Lands­bank­ans, þar sem Ísland vann málið og þar sem for­set­inn beitti þess­um rétti þá held ég að við get­um horft á þessa at­b­urðarás alla, at­b­urðarás­in sýn­ir að þjóðar­hag­ur var hafður að leiðarljósi.“

Viðtalið við Katrínu má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert