„Á réttri leið en nokkuð í land ennþá“

Sigurður ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Sigurður ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ir nýja verðbólgu­mæl­ingu vera afar já­kvæðar frétt­ir en verðbólg­an hef­ur hjaðnað um 0,8% og mæl­ist tólf mánaða verðbólga nú 6% og hef­ur ekki verið lægri síðan í janú­ar 2022.

„Þetta er mjög gleðilegt og er í takt við þær vænt­ing­ar sem við höf­um haft og höf­um verið að vinna að. Verðbólg­an er í takti við þær spár sem grein­ing­araðilar höfðu gert og þegar maður rýn­ir í þess­ar töl­ur þá eru áfram já­kvæð teikn á lofti,“ seg­ir Sig­urður Ingi við mbl.is.

Tek­ur und­ir þær spár að verðbólg­an hjaðni

Sig­urður Ingi nefn­ir dæmi um vöru­flokka sem hafa hækkað mikið á milli ára, meira en 4%, hafi fækkað tölu­vert og hann seg­ist taka und­ir þær spár sem segja að verðbólg­an muni hjaðna áfram þegar líður á árið.

„Við erum á réttri leið en það er nokkuð í land ennþá. Þetta er lang­hlaup en þetta eru já­kvæðar frétt­ir og hlýt­ur að styðja aðra aðila við það að við séum að ná ár­angri og muni hjálpa til við að láta verðbólg­una áfram hjaðna,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Sig­urður seg­ir að það stytt­ist í að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands til­kynni ákvörðun sína um stýri­vexti og seg­ir hann að þessi verðbólgu­mæl­ing sé já­kvæð teikn inn í það ferli.

Spurður hvort hann bindi von­ir við að stýri­vext­ir verði lækkaðir seg­ir Sig­urður:

„Seðlabank­inn tek­ur sín­ar sjálf­stæðu ákv­arðanir og ég sem fjár­málaráðherra ætla ekki að tjá mig um það.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert