Lokanir í miðbænum á sumardaginn fyrsta

Frá Víðavangshlaupi ÍR í miðborginni árið 2022.
Frá Víðavangshlaupi ÍR í miðborginni árið 2022. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Takmarkanir verða á umferð í miðborg Reykjavíkur á morgun, sumardaginn fyrsta, á milli kl. 10.30 og 13.15 vegna víðavangshlaups ÍR. 

Hlaupið er jafnframt Íslandsmeistaramót í 5 km götuhlaupi.

Þetta er í 108. sinn sem hlaupið er haldið en það var fyrst skipulagt árið 1916 og er því elsta víðavangshlaup á Íslandi.

Um 500 þátttakendur

Götulokanir verða í kringum Pósthússtræti, Lækjargötu frá Bankastræti, Fríkirkjuveg, Sóleyjargötu, Skothúsveg og Tjarnargötu Munu strætisvagnar keyra framhjá viðburðarsvæðinu á meðan lokanir eru í gildi. 

Þátttakendur verða rúmlega 500 talsins en á meðal þeirra eru Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir sem eru á meðal bestu hlaupara landsins.

Vakin er athygli á lokununum til að tryggja öryggi hlaupara og þolinmæði ökumanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert