Helga Þórisdóttir hefur safnað tilskildum fjölda meðmæla sem þarf til að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands.
Framboðsfrestur til embættisins rennur út klukkan 12 á hádegi á morgun. Ber frambjóðendum þá að skila listum með meðmælum frá 1.500-3.000 kjósendum.
„Með sól í hjarta tilkynni ég hér með að ég hef náð undirskriftunum í meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð. Þessu fagna ég á þessum fallega degi, sumardeginum fyrsta, og vil nota tækifærið og óska landsmönnum öllum gleðilegs sumars,“ er haft eftir Helgu í tilkynningu.
Helgu hlakkar til að geta kynnt sig enn betur fyrir landanum og stefnir á að fara á hina ýmsu staði á landsvísu til að kynna sig, að því er fram kemur í tilkynningunni.