Er á spilunarlistum allan heim

Friðrik Karlsson með verðlaunin, Langspilið, sem hagleiksmaðurinn Jón Sigurðsson á …
Friðrik Karlsson með verðlaunin, Langspilið, sem hagleiksmaðurinn Jón Sigurðsson á Þingeyri smíðar hvert ár fyrir verðlaunaafhendinguna. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Já, einu sinni á ári fær ein­hver einn höf­und­ur sem hef­ur gert eitt­hvað af sér þessi verðlaun,“ seg­ir Friðrik Karls­son gít­ar­leik­ari í sam­tali við Morg­un­blaðið en hon­um féll Lang­spilið svo­kallaða í skaut í gær.

Er þar um að ræða verðlaun STEFs sem að sögn Guðrún­ar Bjark­ar Bjarna­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra sam­tak­anna, eru veitt höf­undi sem að mati stjórn­ar STEFs er tal­inn hafa skarað fram úr og náð eft­ir­tekt­ar­verðum ár­angri á nýliðnu ári. Er það hag­leiksmaður­inn Jón Sig­urðsson á Þing­eyri sem sér­smíðar verðlauna­grip­inn ár hvert.

Friðrik hlaut verðlaun­in í ár fyr­ir gerð slök­un­ar­tón­list­ar en hann er að sögn Guðrún­ar ákveðinn frum­kvöðull í gerð henn­ar hér á landi „og hef­ur hann náð eft­ir­tekt­ar­verðum ár­angri með tónlist sína, sér­stak­lega í streymi. Fyr­ir ekki svo löngu síðan færði Friðrik öll rétt­indi sín til STEFs frá bresk­um höf­und­ar­rétt­ar­sam­tök­um og hef­ur séð mik­inn ár­ang­ur eft­ir það í sam­starfi við STEF,“ seg­ir Guðrún enn frem­ur frá.

Verðlaunaafhendingin í höfuðstöðvum STEFs í gær, Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri …
Verðlauna­af­hend­ing­in í höfuðstöðvum STEFs í gær, Guðrún Björk Bjarna­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri seg­ir nokk­ur orð og af­hend­ir verðlaun­in. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fær mesta spil­un í Am­er­íku

En Friðrik seg­ir líka frá, enda höfuðviðmæl­andi þessa viðtals, og er spurður út í þenn­an mikla og góða ár­ang­ur í slök­un­ar­tón­list­inni sem hann raun­ar kom einnig inn á í af­mælisviðtali hér í blaðinu á sex­tugsaf­mæli sínu vorið 2020 sem lesa má hand­an tengils­ins hér að neðan.

„Ég er bú­inn að helga mig þess­ari slök­un­ar­tónlist og hef verið í henni í 20 ár og kom­inn með dreif­ingu og notk­un úti um all­an heim, ég fæ mesta spil­un í Am­er­íku,“ seg­ir Friðrik frá, taland­inn slak­ur og þægi­leg­ur eins og tón­list­in hans. „Þú get­ur náð skjót­um ár­angri í tónlist ef þú ert með lag sem verður vin­sælt og fær mikla spil­un í út­varpi, eins og Björk hef­ur náð og Of Mon­sters and Men,“ út­skýr­ir Friðrik.

Hann seg­ir að hans dæmi­gerðasti viðskipta­vin­ur sé ein­hver sem hlusti á sama lagið alltaf áður en hann fer að sofa, á hverj­um degi allt árið. „Þá lend­ir maður stund­um á ein­hverj­um spil­un­arlist­um sem ég sé auðvitað hjá mér á Spotify og heita kannski „Putt­ing the kids to sleep“ og fleira í þeim dúr þar sem fólk er að nota tón­list­ina mína í ein­hverju lífs­stíls­skyni,“ seg­ir gít­ar­leik­ar­inn.

Friðrik og Guðrún Björk við afhendingu Langspilsins í gær. Friðrik …
Friðrik og Guðrún Björk við af­hend­ingu Lang­spils­ins í gær. Friðrik þykir hafa skarað fram úr sem höf­und­ur slök­un­ar­tón­list­ar og eins og hann orðar það sjálf­ur fær „ein­hver einn höf­und­ur sem hef­ur gert eitt­hvað af sér þessi verðlaun“. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þetta þykir hon­um skemmti­legt og já­kvætt. „Ég er kannski dá­lítið hepp­inn að vera til­bú­inn með þessa afurð þegar þetta byrjaði að verða vin­sælt. Þess vegna er þetta að ger­ast, notk­un á minni tónlist hef­ur marg­fald­ast síðustu ár,“ seg­ir tón­list­armaður­inn frá og ljóstr­ar því upp að hann semji til dæm­is tónlist fyr­ir Bláa lónið, Sky Lagon og fleiri ís­lenska aðila.

Hin líf­seiga bræðings­sveit 

Þeir sem komn­ir eru af því allra létt­asta tengja Friðrik Karls­son hins veg­ar einnig við annað fyr­ir­bæri sem er hin forn­fræga sveit Mezzof­orte.

Hún starfar enn af krafti og seg­ir Friðrik frá ný­af­staðinni tón­leika­ferð til Nor­egs þar sem sveit­in hef­ur náð einna mest­um vin­sæld­um utan Íslands. Var þar höfuðstaður­inn Ósló auðvitað heim­sótt­ur og steig þessi líf­seiga bræðings­sveit, eins og Friðrik vill kalla hana, þar á svið í Vul­k­an Ar­ena auk þess sem leik­ur­inn barst til Bær­um og Nøtterøy við Tøns­berg. Þá var góð rispa tek­in hjá sænsku ná­grönn­un­um. Önnur ferð til Nor­egs á dag­skrá í haust.

„Það er gam­an að spila í Nor­egi og við selj­um rosa­lega vel þar,“ seg­ir gít­ar­leik­ar­inn en læt­ur einnig vel af mót­tök­um Mezzof­orte í Dan­mörku, Þýskalandi og Indó­nes­íu. „Mezzof­orte er órjúf­an­leg­ur hluti af því sem ég stend fyr­ir,“ bæt­ir hann við.

Friðrik Karlsson og María Von dóttir hans njóta lífsins. Myndin …
Friðrik Karls­son og María Von dótt­ir hans njóta lífs­ins. Mynd­in er frá 2018 en Friðrik sagði í viðtali sex­tug­ur vorið 2020 að María veldi föt á föður sinn svo vin­ir henn­ar héldu ekki að hann væri afi henn­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Góð tónlist og slæm

Friðrik Karls­son slepp­ur vit­an­lega ekki við gaml­ar klisju­spurn­ing­ar frek­ar en aðrir þekkt­ir lista­menn í viðtöl­um. Hvaða þýðingu hef­ur það fyr­ir hann að hafa hlotið Lang­spilið í gær?

„Ja, þetta er viður­kenn­ing fyr­ir það sem maður er að gera. Þetta er næst­um því eng­inn að fást við hér á landi, sumt af tón­list­inni hans Ólafs Arn­alds fell­ur reynd­ar und­ir svona lífs­stíls- og slök­un­ar­tónlist en í þessu er eig­in­lega eng­inn ann­ar. Það er þannig með tónlist að það er til góð tónlist og slæm tónlist, sí­gild tónlist þarf ekki að vera góð þótt hún sé sí­gild,“ seg­ir Friðrik og hlær við.

„Þegar ég var að byrja á þessu þótti maður hálf­gerður furðufugl að vera að gera ein­hverja svona tónlist svo þetta er bara virki­lega gam­an, það er alltaf gam­an að fá klapp á bakið þótt það sé ekki fyr­ir ein­hverja „main­stream“ popp­tónlist,“ seg­ir Friðrik Karls­son gít­ar­leik­ari af hóg­værð und­ir lok­in, hand­hafi Lang­spils­ins árið 2024.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka