„Heilt þorp þarf til að ala upp barn“

Helgi Gíslason, skólastjóri Fellaskóla
Helgi Gíslason, skólastjóri Fellaskóla Photo/Sigurður Bogi Sævarsson

Helgi Gísla­son, skóla­stjóri Fella­skóla seg­ir margt gert til þess að auka ís­lenskukunn­áttu og fé­lagsþátt­töku nem­enda í hverf­inu. 

Blaðamaður var for­vit­inn að ræða við Helga, eft­ir grein­ar­skrif Eðvarðs Hilm­ars­son­ar grunn­skóla­kenn­ara og viðtals við Brynj­ar Karl Sig­urðsson íþróttaþjálf­ara á Vísi í síðustu viku. Helgi kýs að tjá sig ekki um þau sér­stak­lega.

All­ir fag­greina­kenn­ar­ar líka ís­lensku­kenn­ar­ar

Hann seg­ir rétt að í Fella­skóla sé fjöl­menn­ing ríkj­andi. Hlut­fall tví- og fjöltyngdra nem­enda hafi hins veg­ar verið svipað und­an­far­in ár og að marg­ir þeirra nem­enda séu fædd­ir á Íslandi.

Skól­inn leggi mjög mikla áherslu á ís­lensku­kennslu og sé gjarn­an sagt að það sé hlut­verk allra fag­greina­kenn­ara að vera ís­lensku­kenn­ar­ar. Auðvitað þurfi að veita nem­end­um sem eru að læra ís­lensku sér­stak­an stuðning og þar er kennt sam­kvæmt nám­skrá ís­lensku sem ann­ars máls.

Helgi seg­ir fjöl­margt hafi verið gert til að mæta þörf­um nem­enda­hóps­ins meðal ann­ars með stuðningi Reykja­vík­ur­borg­ar og ráðuneyta mennta- og vel­ferðar­mála. Sem dæmi sé unnið náið með leik­skól­un­um í hverf­inu í því að bæta og sam­hæfa vinnu­brögð sem lúta að því að efla málþroska og læsi meðal nem­enda. Með þeim aðgerðum mæl­ist lestr­ar­færni nem­enda í yngstu bekkj­um Fella­skóla á landsmeðaltali.

Þá er í Breiðholts­skóla sér­stök mót­töku­deild fyr­ir nem­end­ur í Breiðholti þar sem nem­end­ur fá öfl­uga kennslu í ís­lensku. Nem­end­ur séu jafn­framt skráðir í sinn heima­skóla og fær­ast al­farið þangað þegar þeir hafa náð ákveðnum áfanga í ís­lensk­unni.

Lengri tími í ís­lensku mál­um­hverfi tryggður

Helgi seg­ir unnið mark­visst að því að byggja upp orðaforða í ís­lensku hjá nem­end­um. Frí­stunda­heim­ilið Vina­fell sé hluti af skóla­degi nem­enda í fyrsta og öðrum bekk. Sú þjón­usta sé gjald­frjáls fyr­ir for­eldra sam­kvæmt ákvörðun Reykja­vík­ur­borg­ar. Þannig verji nem­end­ur af er­lend­um upp­runa til dæm­is lengri tíma í ís­lensku mál­um­hverfi í skóla. 

„Við segj­um gjarn­an að það það þarf heilt þorp til að ala upp barn og skipt­ir því máli að all­ar stofn­an­ir hverf­is­ins komi að því að styðja við ís­lensku­nám nýrra Íslend­inga.“ Helgi seg­ir að í Fella­skóla hafi mark­visst verið unnið að því að nem­end­ur taki þátt í tóm­stunda- og íþrótt­a­starfi.

Íslenskt sam­fé­lag líka að þró­ast

„Við styðjum nem­enda og for­eldra að finna viðeig­andi úrræði og á þjón­ustumiðstöðinni Suðurmiðstöð er starfsmaður sem sinn­ir einnig þessu hlut­verki. Þá er gott sam­starf við fé­lags­miðstöð, Leikni, Tón­skóla Sig­ur­sveins, Borg­ar­bóka­safnið í Gerðubergi og fleiri aðila sem miðar að því að nem­end­ur taki þátt og fái auk­in tæki­færi til að vera í ís­lensku mál­um­hverfi. Í skóla­starf­inu leggj­um við mikla áherslu á tónlist og tón­list­ar­nám enda segja rann­sókn­ir að tón­list­ar­nám styðji við málþroska nem­enda.“

Og Helgi bæt­ir við: 

„Við þekkj­um auðvitað að nem­end­ur með sama móður­mál vilja gjarn­an tala sam­an á því tungu­máli. Við get­um auðvitað ekki hindrað það en í kennslu­stund­um eiga nem­end­ur að tala ís­lensku. Þetta er ekki staðbundið við Breiðholtið held­ur til marks um hvernig ís­lenskt sam­fé­lag er að þró­ast. Þá má nefna að í Breiðholti er öfl­ugt sam­starf kenn­ara sem kenna ís­lensku sem annað mál sem auðvitað kem­ur nem­end­um til góða.“

Fregn­ir af góðum ár­angri í fram­halds­skóla

Helgi seg­ir að sem sam­fé­lag þurf­um við mögu­lega að huga bet­ur að því hvernig fólk lær­ir ís­lensku. Hvaða tæki­færi hafa for­eldr­ar nem­enda til að læra ís­lensku og hvort við erum að tala við þau ís­lensku í skól­an­um, á íþróttaæf­ing­um, í fé­lags­miðstöðinni og svo fram­veg­is. 

Hann seg­ir grunn­skóla al­mennt ekki hafa upp­lýs­ing­ar um hvernig fyrr­ver­andi nem­end­um vegni að út­skrift lok­inni. „Við vit­um þó að marg­ir okk­ar nem­end­ur hafa staðið sig með ágæt­um í fram­halds­skól­um.“

Kann­ast ekki við flótta úr hverf­inu

Helgi er þá spurður hvort hann hafi orðið var við flótta barna með ís­lensku sem móður­mál úr hverf­inu, þar sem ótt­ast sé um málþroska þeirra.

„Nei, þetta kann­ast ég ekki við. Auðvitað er hér alltaf ákveðin hreyf­ing á fólki og dæmi um að for­eldr­ar sæki um að fara í ann­an grunn­skóla, en það er þá oft­ar en ekki tengt líðan nem­enda af öðrum or­sök­um.“

Að síðustu er Helgi spurður hvort borg­ar­yf­ir­völd hafi skiln­ing á sérstæk­um aðstæðum í Fella­skóla og víðar í Breiðholti.

„Já, við upp­lif­um það þannig að það sé skiln­ing­ur á aðstæðum okk­ar. Skól­inn hef­ur fengið aukið fjár­magn til þess að bæta kennslu og skóla­starfið al­mennt. Svo má alltaf deila um hvenær er nóg nóg. Við vild­um gjarn­an hafa ennþá meiri mögu­leika til að gera ýmsa hluti.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka