„Eitthvað gerðum við rétt“

Frá Reykjavíkurmaraþoni árið 2000.
Frá Reykjavíkurmaraþoni árið 2000. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Reykjavíkurmaraþonið verður á sínum stað í ágúst enda landsmenn fyrir löngu farnir að reikna með því í kringum afmæli borgarinnar en fyrst var hlaupið haldið árið 1984. Líklega eru ekki margir sem vita að hugmyndin að hlaupinu kviknaði ekki í íþróttahreyfingunni á Íslandi heldur innanhúss hjá ferðaskrifstofunni Úrvali. Hugmyndina fékk Knútur Óskarsson og ræddi hana fyrst við Stein Lárusson.

„Ég sá um móttöku erlendra ferðamanna hjá Úrvali á þessum tíma. Sú hugmynd kviknaði að setja á laggirnar skíðagöngumót sem við kölluðum Lava loppet en mótshaldið fauk nánast út í veður og vind í tvö ár. Líklega var það 1981 og 1982 en mótshaldið raskaðist mjög vegna veðurs,“ segir Knútur og þótt veðurguðirnir hafi látið ófriðlega þá voru hann og samstarfsaðilarnir komnir á bragðið með að hægt væri að fá fólk til landsins í kringum íþróttaviðburði.

„Við höfðum fengið góða samstarfsaðila og það komu margir Norðmenn til að keppa í skíðagöngunni. En þetta gekk erfiðlega vegna veðurs og í framhaldinu fékk ég aðra hugmynd þegar ég var staddur í Gautaborg. Ég og bróðir minn vorum á rölti um borgina en komum að lokuðum götum hér og þar. Við sáum áhorfendur og hlaupara en þá var keppni í hálfu maraþoni í gangi með sterkum keppendum. Þá laust þessari hugmynd niður í kollinn að auðvitað væri heppilegra að standa fyrir hlaupi að sumri til heldur en skíðagöngumóti að vetri til.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert