Vinstri græn aldrei mælst með minna fylgi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra, ásamt …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra, ásamt Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eng­inn þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar – græns fram­boðs myndi kom­ast á þing ef gengið yrði til kosn­inga í dag, miðað við niður­stöður nýs Þjóðarpúls Gallup sem gerður var í apríl.

Rík­is­út­varpið grein­ir frá niður­stöðunum en þar kemur fram að Fylgi Vinstri grænna mælist 4,4% en fylgi flokksins hefur aldrei mæst minna í könnun Gallup.

Samfylkingin með mest fylgi

Samfylkingin mælist áfram með mest fylgi í þjóðarpúlsinum, nú með 29,7% en í síðasta mánuði mældist fylgi flokksins 30,9%.

Framsóknarflokkurinn bætir við sig milli mánaða. Í síðasta mánuði mældist fylgi flokksins 7,3% en er nú 8,8%. Flokkur fólksins eykur einnig fylgi sitt milli mánaða. Flokkurinn mælist nú með 7,2% en var með 6,2% í síðasta mánuði. 

Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman

Aðrir flokkar eru með svipað fylgi á milli kannana. Sjálfstæðisflokkur mælist með 18% fylgi. Miðflokkurinn með 12,8% og Píratar með 8,2%. 

7,5% kjósenda styðja Viðreisn og 3,4% styðja Sósíalistaflokkinn. 

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur dregist saman. Í síðasta mánuði var stuðningurinn 33% en mælist nú 30%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert