„Jæja, Jón forseti bara mættur“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Jón Gn­arr for­setafram­bjóðandi byrjaði fyrst að íhuga for­setafram­boð fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar árið 2016.

    „Þess­ari hug­mynd er ein­hver veg­inn fyrst plantað í haus­inn á mér þegar ég lét af embætti borg­ar­stjóra,“ sagði Jón Gn­arr á fjöl­menn­um borg­ar­a­fundi Morg­un­blaðsins á Ísaf­irði í gær­kvöldi. 

    Hann sagði að fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2016 hefði verið gerð könn­un og hann þá náð fín­um ár­angri. Þrátt fyr­ir það taldi hann tím­ann ekki rétt­an til að láta slag standa.

    Byrjaði að hugsa málið eft­ir ný­ársávarpið

    Aft­ur á móti, þegar Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti til­kynnti í ný­ársávarpi sínu að hann myndi ekki bjóða sig fram að nýju, þá hugsaði Jón málið aft­ur og ræddi við kon­una sína.

    „Þá var þetta byrjað að malla, 2. til 3. janú­ar – eitt­hvað svo­leiðis,“ sagði Jón.

    Þá tóku að ber­ast áskor­an­ir á hinum ýmsu miðlum og svo þegar hann mætti í vinnu hjá Leik­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar byrjaði fólk að kalla hann Jón for­seta.

    „Ég var að vinna hjá Leik­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar og allt í einu var það orðið gælu­nafnið mitt þar – Jón For­seti. „Jæja, Jón for­seti bara mætt­ur“,“ sagði Jón og hló.

    Hægt er að horfa á borg­ar­a­fund­inn í heild sinni hér:

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina

    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert
    Loka