Hermann Nökkvi Gunnarsson
Jón Gnarr forsetaframbjóðandi byrjaði fyrst að íhuga forsetaframboð fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
„Þessari hugmynd er einhver veginn fyrst plantað í hausinn á mér þegar ég lét af embætti borgarstjóra,“ sagði Jón Gnarr á fjölmennum borgarafundi Morgunblaðsins á Ísafirði í gærkvöldi.
Hann sagði að fyrir forsetakosningarnar 2016 hefði verið gerð könnun og hann þá náð fínum árangri. Þrátt fyrir það taldi hann tímann ekki réttan til að láta slag standa.
Aftur á móti, þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki bjóða sig fram að nýju, þá hugsaði Jón málið aftur og ræddi við konuna sína.
„Þá var þetta byrjað að malla, 2. til 3. janúar – eitthvað svoleiðis,“ sagði Jón.
Þá tóku að berast áskoranir á hinum ýmsu miðlum og svo þegar hann mætti í vinnu hjá Leikfélagi Akureyrar byrjaði fólk að kalla hann Jón forseta.
„Ég var að vinna hjá Leikfélagi Akureyrar og allt í einu var það orðið gælunafnið mitt þar – Jón Forseti. „Jæja, Jón forseti bara mættur“,“ sagði Jón og hló.
Hægt er að horfa á borgarafundinn í heild sinni hér: