„Óásættanlegt að ríkisstjórnin hunsi fíkniefnavanda“

Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tóm­as A. Tóm­as­son, þingmaður Flokks fólks­ins, seg­ir ósmekk­legt að heil­brigðisráðherra segi það alls ekk­ert vanda­mál að tryggja fjár­muni til að halda meðferðar­stöðinni Vík op­inni.

Hann ýi þar með að því að SÁA þurfi bara að biðja til að hlaupið verði und­ir bagga en rík­is­stjórn­in hefði getað veitt aukna fjár­muni til sam­tak­anna með því að greiða at­kvæði með frum­varpi um ein­mitt það um síðustu jól.

„Það er óá­sætt­an­legt að rík­is­stjórn­in hunsi fíkni­efna­vanda ár eft­ir ár. Þetta er ban­vænn sjúk­dóm­ur,“ sagði Tóm­as í ræðu sinni á Alþingi í dag.

„Hvernig væri nú í staðinn að sýna smá frum­kvæði?“

700 manns á biðlista

Hann seg­ir at­huga­vert að loka eigi eft­ir­meðferðar­stöðinni Vík þegar á sama tíma séu 700 manns á biðlista til að kom­ast inn á Vog og 100 á biðlista til að kom­ast inn á meðferðar­heim­ilið í Krýsu­vík. 

„Heil­brigðisráðherra og rík­is­stjórn­in öll hafa ít­rekað hafnað til­lög­um okk­ar í Flokki fólks­ins og annarra stjórn­ar­and­stöðuflokka um að auka fram­lög til SÁÁ. Við höf­um kallað eft­ir auknu fjár­fram­lagi til að bregðast við vax­andi vanda árum sam­an,“ seg­ir Tóm­as.

„Hvað segja rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir þegar til­lög­urn­ar koma til at­kvæða? Nei, nei og aft­ur nei.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka