„Óásættanlegt að ríkisstjórnin hunsi fíkniefnavanda“

Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, segir ósmekklegt að heilbrigðisráðherra segi það alls ekkert vandamál að tryggja fjármuni til að halda meðferðarstöðinni Vík opinni.

Hann ýi þar með að því að SÁA þurfi bara að biðja til að hlaupið verði undir bagga en ríkisstjórnin hefði getað veitt aukna fjármuni til samtakanna með því að greiða atkvæði með frumvarpi um einmitt það um síðustu jól.

„Það er óásættanlegt að ríkisstjórnin hunsi fíkniefnavanda ár eftir ár. Þetta er banvænn sjúkdómur,“ sagði Tómas í ræðu sinni á Alþingi í dag.

„Hvernig væri nú í staðinn að sýna smá frumkvæði?“

700 manns á biðlista

Hann segir athugavert að loka eigi eftirmeðferðarstöðinni Vík þegar á sama tíma séu 700 manns á biðlista til að komast inn á Vog og 100 á biðlista til að komast inn á meðferðarheimilið í Krýsuvík. 

„Heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin öll hafa ítrekað hafnað tillögum okkar í Flokki fólksins og annarra stjórnarandstöðuflokka um að auka framlög til SÁÁ. Við höfum kallað eftir auknu fjárframlagi til að bregðast við vaxandi vanda árum saman,“ segir Tómas.

„Hvað segja ríkisstjórnarflokkarnir þegar tillögurnar koma til atkvæða? Nei, nei og aftur nei.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert