Fyrirtækjum ráðlagt að halda sig frá Eurovision

Minna hefur selst af auglýsingum í Eurovision en á sama …
Minna hefur selst af auglýsingum í Eurovision en á sama tíma í fyrra. Samsett mynd

Mun færri aug­lýs­ing­ar hafa verið seld­ar í Eurovisi­on held­ur en á sama tíma und­an­far­in ár. Virðast fyr­ir­tæk­in hik­andi við að tengja sig við þá nei­kvæðu um­fjöll­un sem hef­ur verið í kring­um keppn­ina sem á ræt­ur sín­ar að rekja til átak­anna fyr­ir botni Miðjarðar­hafs og veru Ísra­els í keppn­inni.

Birt­inga­hús hafa ráðlagt viðskipta­vin­um að íhuga það vel áður en fyr­ir­tæki ákveða að birta aug­lýs­ing­ar í keppn­inni. Eitt þeirra birt­inga­húsa sem mbl.is ræddi við seg­ir að hið eld­fima ástand sem rík­ir vegna stríðs á Gasa­svæðinu vera und­ir­lag þess að fyr­ir­tækj­um sé ekki ráðlagt að aug­lýsa í keppn­inni.  

Ein­ar Logi Vign­is­son, aug­lýs­inga­stjóri RÚV, seg­ir greini­legt að umræðan um Eurovisi­on hafi áhrif á aug­lýs­inga­söl­una.

Umræðan verið nei­kvæð 

„Við finn­um fyr­ir því að það eru færri sem hafa pantað aug­lýs­ingapláss en á sama tíma­punkti fyrri ár,“ seg­ir Ein­ar.

Ein­ar Logi Vign­is­son.
Ein­ar Logi Vign­is­son.

Hann bend­ir þó á að sölu­menn á RÚV viti kannski ekki ná­kvæm­lega um ástæðuna en mest­ar lík­ur séu á því að nei­kvæð umræða hafi áhrif.

„Sú umræða sem verið hef­ur burt séð frá póli­tík­inni hef­ur verið nei­kvæð,“ seg­ir Ein­ar Logi.

Vilja ekki inn á jarðsprengju­svæði

Stór­fyr­ir­tæki eru gjarn­an á þjón­ustuð af birt­inga­hús­um sem veita fyr­ir­tækj­um ráðlegg­ing­ar um aug­lýs­inga­birt­ing­ar. Mbl.is ræddi við þrjú þeirra um málið.  

Högni Val­ur Högna­son, einn eig­enda hjá aug­lýs­inga­stof­unni Hér og Nú, sem ráðlegg­ur jafn­framt fyr­ir­tækj­um um birt­ing­ar aug­lýs­inga seg­ir að fyr­ir­tækj­um hafi verið ráðlagt að halda sig frá aug­lýs­inga­birt­ing­um í keppn­inni. Jafn­vel þó um sé að ræða eitt vin­sæl­asta aug­lýs­ingapláss árs­ins í sögu­legu sam­hengi.  

Högni Valur Högnason
Högni Val­ur Högna­son

„Í ljósi aðstæðna, að laga­höf­und­ur fram­lags Íslend­inga sé búin að segja sig frá lag­inu, Gísli Marteinn muni ekki lýsa beinni út­send­ingu og Fel­ix sagt sig frá að stýra þætti á RÚV um keppn­ina, ásamt al­mennt eld­fimri umræðu ætti það ekki að koma á óvart að þetta er mjög um­deild­ur viðburður í ár,“ seg­ir Högni í skrif­legu svari til mbl.is.

„Í stað þess að taka af­stöðu með Eurovisi­on og fara inn á það jarðsprengju­svæði sem er stríðsrekst­ur Ísra­els­manna á Gaza er, þá höf­um við klár­lega ráðið ákveðnum aðilum að leita annarra leiða að koma sínu efni á fram­færi. Eins og er hef­ur eng­inn okk­ar viðskipta­vina bókað birt­ing­ar í Eurovi­son. En á end­an­um er það val viðskipta­vin­ar­ins,“ seg­ir Högni.

Minni áhugi í ár 

Ívar Gests­son, fram­kvæmda­stjóri Birt­inga­húss­ins, seg­ir að svo virðist sem minni áhugi sé á Eurovi­son en árin á und­an. „Þetta hef­ur alla jafna verið einn af hápunkt­um árs­ins hvað varðar aug­lýs­inga­tíma,“ seg­ir Ívar.

Sek­únd­an kost­ar 22 þúsund krón­ur sam­kvæmt verðskrá RÚV. Þó það kunni að hljóma dýrt hef­ur hef­ur gjarn­an verið sleg­ist um að kom­ast í aug­lýs­ingapláss­in.

„Það er mun minni stemn­ing fyr­ir þessu en und­an­far­in ár. Þetta er mjög dýrt aug­lýs­ingapláss og því eru fyr­ir­tæk­in kannski ekk­ert að stökkva á þetta í ljósi stöðunn­ar,“ seg­ir Ívar.

Ívar Gestsson
Ívar Gests­son

Minna um dýr­ar aug­lýs­ing­ar

Jó­hann­es Karl Sig­ur­steins­son, birt­inga­stjóri hjá Ennemm, seg­ir að ólíkt mörg­um öðrum hafi fyr­ir­tækið ekki endi­lega ráðlagt sín­um fyr­ir­tækj­um að aug­lýsa í Eurovisi­on í gegn­um árin. Plássið sé dýrt og henti ekki öll­um.

„Það er ekki okk­ar birt­ingaaðil­anna að segja hver birt­inga­stefna fyr­ir­tækj­anna er. Heilt yfir höf­um við ekki orðið vör við að fyr­ir­tæk­in vilji ekki vera með af póli­tísk­um ástæðum en við erum meðvituð um umræðuna núna,“ seg­ir Jó­hann­es.

Hann seg­ist hins veg­ar hafa orðið var við að minna sé fram­leitt af sjón­varps­aug­lýs­ing­um en áður. Fyr­ir­tæki hafa gjarn­an haft þann hátt­inn á að frum­sýna þær í Eurovisi­on. 

„Það get­ur komið til sök­um þess að fyr­ir­tæk­in hafa ákveðið að gera ekki dýr­ar aug­lýs­ing­ar vegna þess að ástandið er eins og það er,“ seg­ir Jó­hann­es Karl.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert