Verslunarhúsnæði verði breytt í íbúð

Einarsnes 36. Síðast var rekinn á jarðhæðinni veitingastaður og verslun …
Einarsnes 36. Síðast var rekinn á jarðhæðinni veitingastaður og verslun fyrir reiðhjólafólk. mbl.is/sisi

Gerð verður breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur svo hægt verði að breyta verslunarplássi í Skerjafirði í íbúð. Það telst til tíðinda að aðalskipulagi sé breytt fyrir eina eign.

Eigandi og lóðarhafi Einarsness 36 sótti um þessa breytingu. Verslunarrekstur hefur ekki gengið þarna sem skyldi enda fáir íbúar í næsta nágrenni. Engin íbúðabyggð er norðan við húsið heldur er þar vestur-austur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar.

Síðast var rekinn þar veitingastaður og verslun sem hét Bike Cave. Þetta var vinsæll áningarstaður hjólafólks.

Breytingartillagan, sem samþykkt var í borgarráði, felur það í sér að lóðin Einarsnes 36 verði felld út sem nærþjónustukjarni og á henni gildi eftirleiðis almennar landnotkunarheimildir íbúðabyggðar. Breytingin er talin vera óveruleg samkvæmt skipulagslögum og fer því ekki í opið kynningarferli.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert