Fyrstu viðbrögð við kappræðunum

Margir tjáðu sig um kappræður kvöldsins.
Margir tjáðu sig um kappræður kvöldsins. Samsett mynd

Fylgjast mátti með kappræðum forsetaframbjóðendanna í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu í kvöld, en það var í fyrsta sinn sem allir frambjóðendurnir komu saman til umræðna.

Spurt var um stórt sem smátt og frambjóðendunum gefið færi á að kynna sig betur fyrir landi og þjóð.

Fylgi frambjóðendanna hefur verið á reiki síðustu vikur en fjögur hafa þó haldið mestu fylgi. Þau Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr.

Er þó víst að margt geti breyst í kjölfar kappræðna. Fyrstu viðbrögð við útsendingunni er að sjálfsögðu að finna hjá dómstóli miðilsins X, betur þekktum sem Twitter.

Semu Erlu datt í hug að draga fram bingóspjöldin fyrir kappræðurnar 

 Á meðan aðrir notuðu Snapchat til að hressa upp á áhorfið

Illugi nokkur hallast að Höllunum en finnst halla á fylgi Höllu T.

Sumir tóku vel í uppástungu Ásdísar Ránar við Ástþór Magnússon sem uppskar hlátrasköll í stúdíóinu.

Þótti Twitter-notendum einn frambjóðendanna helst til handóð í myndverinu.

Þá þótti Hrafni Jónssyni einlægni vissra frambjóðenda aðdáunarverð

Andrés Jónsson almannatengill taldi sig sjá taktík í talpunktum Katrínar

Rafmögnuð orka í myndverinu?

En einum Twitter-notenda fannst frambjóðendur helst til pólitískir í svörum. 

Öðrum þótti helst til margir í stúdíóinu

Þá töldu einhverjir að kappræðurnar væru eflaust óþarfar.

Þóttu svör sumra frambjóðenda orðin þreytt.

Á meðan öðrum þótti vanta upp á spurningarnar spyrla RÚV. 

Birki nokkrum þótti ummæli Ásdísar ódauðleg

Ekki rættist þetta:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka