Fylgjast mátti með kappræðum forsetaframbjóðendanna í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu í kvöld, en það var í fyrsta sinn sem allir frambjóðendurnir komu saman til umræðna.
Spurt var um stórt sem smátt og frambjóðendunum gefið færi á að kynna sig betur fyrir landi og þjóð.
Fylgi frambjóðendanna hefur verið á reiki síðustu vikur en fjögur hafa þó haldið mestu fylgi. Þau Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr.
Er þó víst að margt geti breyst í kjölfar kappræðna. Fyrstu viðbrögð við útsendingunni er að sjálfsögðu að finna hjá dómstóli miðilsins X, betur þekktum sem Twitter.
Semu Erlu datt í hug að draga fram bingóspjöldin fyrir kappræðurnar
Er ekki einhver með bingóspjald fyrir kappræður forsetaframbjóðenda?
— Sema Erla (@semaerla) May 3, 2024
Á meðan aðrir notuðu Snapchat til að hressa upp á áhorfið
Ég hvet landsmenn til að taka upp Snapchat og gera svona grín filtera. Er algjörlega búið að gera kvöldið stórkostlegt. pic.twitter.com/JdSKQr4jnk
— Hörður (@horduragustsson) May 3, 2024
Illugi nokkur hallast að Höllunum en finnst halla á fylgi Höllu T.
Ég er að velta fyrir mér Höllu T og Höllu H. Mér finnst þær báðar gott efni í forseta og hallast frekar að hinni fyrrnefndu.
— Illugi T. Hjaltalín ✨ (@illugit) May 3, 2024
Það er visst áhygguefni að sjá hve mikið hefur hallað á fylgið í nýjustu könnunum. Þetta gæti því reynst snúið að ákveða sig 1. jún nk. #forseti2024
Sumir tóku vel í uppástungu Ásdísar Ránar við Ástþór Magnússon sem uppskar hlátrasköll í stúdíóinu.
"Spurning hvort þú fjárfestir í mínu framboði og ég tek friðarmálin þín" - Ásdís Rán við Ástþór - snilldarhugmynd #kappræður
— Lara Omarsdottir (@laraomars) May 3, 2024
Þótti Twitter-notendum einn frambjóðendanna helst til handóð í myndverinu.
Ég skal kjósa þann sem stoppar hendurnar á Höllu Hrund 👉🏼👈🏼 #kappræður
— Sveinn Andri (@sveinnandrii) May 3, 2024
Halla Hrund er ítölsk....btw #kappræður
— gisli (@gisli) May 3, 2024
Þá þótti Hrafni Jónssyni einlægni vissra frambjóðenda aðdáunarverð
Ástæðan fyrir því að ég dregst að Jóni Gnarr, Viktori, Ásdísi Rán (og jafnvel Ástþóri) eftir þessar kappræður, þótt gríðarlega ólík séu, er að þau voru bara þau sjálf. Ekki þetta ósympatíska pólitíska larp, þessi rembingur og stellingar. Það er verðmætt að vera sannur.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 3, 2024
Andrés Jónsson almannatengill taldi sig sjá taktík í talpunktum Katrínar
Talpunktar Katrínar eru allt sem hún telur veikleika Höllu Hrundar. Skiljanlegt. #kappræður
— Andrés Jónsson (@andresjons) May 3, 2024
Rafmögnuð orka í myndverinu?
Þurfum ekkert að virkja meira, rafmagnið milli Katrínar og Steinunar er nóg til að knýja fram orkuskipti.
— Ragnar Már Jónsson (@RagnarMrJnsson1) May 3, 2024
En einum Twitter-notenda fannst frambjóðendur helst til pólitískir í svörum.
Of margir frambjóðendur til forseta telja sig vera í framboði til þings! #kappræður
— Ingibjorg Hinriksd (@ingibjhin) May 3, 2024
Öðrum þótti helst til margir í stúdíóinu
Það væri tilvalið að hafa snögga símakosningu í miðjum þætti og senda helming frambjóðenda heim.
— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) May 3, 2024
Þá töldu einhverjir að kappræðurnar væru eflaust óþarfar.
Eru þau, sem horfa á kappræður forsetaframbjóðenda, raunverulega að fara að ákveða sig eða skipta um skoðun byggt á kappræðunum? Eru þau, sem nenna að horfa á þetta, ekki bara að gera það til að sjá sinn frambjóðanda?
— Erlendur (@erlendur) May 3, 2024
Þóttu svör sumra frambjóðenda orðin þreytt.
Frekar þreytt að horfa á kappræður með Katrínu, Höllu og Baldri, tala öll í sömu frösunum..gemm mér frekar Ástþór froðfellandi um bókina sína og kjarnorkustríð..það er gott TV
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) May 3, 2024
Á meðan öðrum þótti vanta upp á spurningarnar spyrla RÚV.
Er hægt að spyrja forsetaframbjóðendur um eitthvað annað en málskotsréttinn, Icesave og random ummæli þeirra fyrir fimm árum síðan?
— Geir Finnsson (@geirfinns) May 3, 2024
Birki nokkrum þótti ummæli Ásdísar ódauðleg
"[...] og ég get allavega fullvissað þjóðina um það að ég kem til dyranna eins og ég er klædd, hvort sem það sé Gucci dragt eða bikini. Ég er ópólitísk, ég er heiðarleg, ég er mannleg [...]"
— Birkir (@birkirh) May 3, 2024
ódauðleg ummæli pic.twitter.com/vDwIflRxxs
Ekki rættist þetta:
Núna væri prýðilegur tími fyrir annað eldgos, bara að segja það, allir eru hvort eð er að horfa á sjónvarpið
— Birkir (@birkirh) May 3, 2024