Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem Rúv hefur birt.
Fram kemur að 36% segjast myndu kjósa hana, 23% Katrínu Jakobsdóttur og 19% Baldur Þórhallsson.
Þá segir, að Jón Gnarr fengi atkvæði rösklega tíu prósenta kjósenda.
Aðrir frambjóðendur mælast allir með innan við tíu prósenta fylgi. Halla Tómasdóttir fengi fjögur prósent atkvæða, Arnar Þór Jónsson þrjú prósent og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir tvö prósent.
Enginn annar frambjóðandi næði eins prósents fylgi, að því er Rúv greinir frá.