Kveiksþáttur Maríu Sigrúnar sýndur

Þáttur Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur verður sýndur næsta mánudagskvöld.
Þáttur Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur verður sýndur næsta mánudagskvöld. Skjáskot/Rúv

Fréttaskýring Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur, fréttamanns á Ríkisútvarpinu, verður sýnd í Kastljósi á mánudagskvöld. María Sigrún vekur sjálf athygli á þessu í færslu á Facebook. 

Í færslu sinni segir María að fréttaskýringin verði sýnd í þeirri lengd sem til stóð að hún yrði í Kveiksþætti 23. apríl síðastliðinn.

Greint var frá því á föstudag fyrir viku að krafta Maríu Sigrúnar væri ekki lengur óskað í fréttaskýringaþættinum Kveik. María Sigrún hafði þá verið að vinna að innslagi um meint­an gjafa­gjörn­ing Reykja­vík­ur­borg­ar til olíu­fé­laga í júní árið 2021. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka