Þrjú slógu Íslandsmet í Öskjuhlíðinni

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti hlaupurunum í …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti hlaupurunum í Öskjuhlíð er þeir settu nýtt Íslandsmet. mbl.is/Arnþór Birkisson

Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í dag er þau kláruðu 51 hring. Hafa þau verið á hlaupum síðan klukkan níu á laugardagsmorgun. 

Hafa þau því hvert og eitt hlaupið 341,7 kílómetra. 

Þorleifur Þorleifsson átti metið sem þríeykið sló, en hann setti metið í Þýskalandi í fyrra er hann hljóp alls 50 hringi. 

Hlaupararnir ætla ekki að láta 51 hring duga og héldu þau Elísa, Mari og Andri öll af stað í 52. hring sinn. 

Hringurinn er 6,7 kílómetra langur. 

Mari, Elísa og Andri komu saman í mark.
Mari, Elísa og Andri komu saman í mark. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert