Kynnir nýja stefnu í málefnum landamæra í sumar

Guðrún Hafsteinsdóttir greinir frá þessu í grein sinni í Morgunblaðinu …
Guðrún Hafsteinsdóttir greinir frá þessu í grein sinni í Morgunblaðinu í dag. mbl.is/Eyþór

Dómsmálaráðuneytið hefur hafið vinnu við gerð nýrrar stefnu í málefnum landamæra. Meðal annars er á dagskrá að koma á fót móttökumiðstöð á eða við Keflavíkurflugvöll.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í Morgunblaðinu í dag. 

Guðrún greinir frá því að stefnan verði kynnt í sumar. Segir hún að verið sé að færa íslenskt regluverk nær því sem gildir í nágrannaríkjum okkar.

„Hún verður unnin í breiðu samráði þar sem áhersla verður lögð á að ná auknum árangri í landamæra- og löggæslueftirliti og færa íslenskt regluverk nær því sem gildir í nágrannaríkjum okkar,“ skrifar Guðrún.

Áætlað er að koma á fót móttökumiðstöð á eða við …
Áætlað er að koma á fót móttökumiðstöð á eða við Keflavíkurflugvöll mbl.is/Kristinn Magnússon

Afgreiðslutími styttur

Telur Guðrún verkefnið mikilvægt, því þurfi að ganga hratt og örugglega til verks. Það sé forgangsmál hennar að styrkja landamæri Íslands.

„Með nýrri stefnu munum við taka stærri og markvissari skref í málefnum landamæranna. Styrkja og efla þær öflugu stofnanir sem nú sinna landamæraeftirliti og löggæslu, koma á fót móttökumiðstöð á eða við Keflavíkurflugvöll, búsetuúrræði fyrir útlendinga í ólögmætri dvöl sem ber að yfirgefa landið, samræma verklag enn frekar og stytta afgreiðslutíma mála.

Verkefnið er mikilvægt og við þurfum að ganga hratt og örugglega til verks. Í störfum mínum sem dómsmálaráðherra er það forgangsmál að styrkja landamæri Íslands. Það er einn helsti þátturinn í því að halda uppi lögum og reglu í landinu,“ skrifar Guðrún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert