Baldur mætir á Selfoss á þriðjudag

Allir Selfyssingar og nærsveitungar eru hvattir til að mæta.
Allir Selfyssingar og nærsveitungar eru hvattir til að mæta. Samsett mynd/Sigurður/Eggert

Forsetafundir Morgunblaðsins og mbl.is halda áfram göngu sinni en Baldur Þórhallsson mætir á forsetafund á Selfossi á þriðjudag. 

Fundurinn verður haldinn á Hótel Selfossi klukkan 19.30 og eru allir Selfyssingar og nærsveitungar velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Munu fundargestir fá tækifæri til þess að að spyrja Baldur spurninga um það sem þeim liggur á hjarta. 

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi.
Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vel sóttir fundir

Blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son munu ræða við Baldur um fram­boð hans til embætt­is for­seta Íslands og auk þess munu sér­stak­ir álits­gjaf­ar spá í spil­in.

Þegar er búið að halda forsetafundi á Ísafirði og á Egilsstöðum og voru þeir gríðarlega vel sóttir. 

Allir eru velkomnir á opinn forsetafund Morgunblaðsins og mbl.is á …
Allir eru velkomnir á opinn forsetafund Morgunblaðsins og mbl.is á Selfossi á þriðjudag. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert