Mengað jarðefni geymt á Sævarhöfða

Sævarhöfði.
Sævarhöfði. mbl.is/sisi

Reykjavíkurborg hefur fallist á að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir geymslu mengaðs jarðvegs tímabundið á lóð nr. 6-10 við Sævarhöfða.

Malbikunarstöðin Höfði var um áratugaskeið með starfsemi á lóðinni, sem er skammt frá Elliðaánum.

Þetta mál hefur tekið u-beygjur. Verkefninu hefur áður bæði verið hafnað og það leyft. Í október 2023 var fallist á að geyma mengað jarðefni á lóðinni. Þessari ákvörðun snéri skipulagsfulltrúi við í desember sama ár. Nú er þeirri ákvörðun snúið við.

Jarðvegsefnið verður frá fyrirhuguðu byggingarsvæði við Ártúnshöfða, m.a. Eirhöfða/Eldshöfa, vegna framkvæmda við nýjar götur og byggingar. Á þessu svæði á Ártúnshöfða var um árabil atvinnustarfsemi þar sem spilliefni af ýmsum toga voru meðhöndluð.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Árétting frá Malbikunarstöðinni Höfða

Malbikunarstöðin Höfði stendur í flutningum af Sævarhöfða 6-10 í Reykjavík og vinnur það í samvinnu við Reykjavíkurborg. Umrætt starfsleyfi um geymslu á menguðum jarðvegi er ekki á vegum Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. heldur á vegum Reykjavíkurborgar og tengist framkvæmdum á Ártúnshöfða. Staðsetning er á hluta lóðar Malbikunarstöðvarinnar Höfða sem hefur verið afhent Reykjavíkurborgar til afnota.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka