Myndskeið: Sinubruni við Voga

Brunavarnir Suðurnesja fást nú við sinubruna sem kviknaði skammt frá Vogum við Vatnsleysuströnd.

Þetta staðfestir Gunnar Jón Ólafsson, verkefnastjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við mbl.is.

Hann segir fyrstu tilkynningu hafa borist fyrir rúmu korteri og síðan þá hafi nokkrir tilkynnt brunann enda er hann skammt frá Reykjanesbrautinni.

Við fiskeldið í Vogum

Að sögn Gunnars er sinubruninn rétt við fiskeldið í Vogum. Var einn dælubíll sendur af stað og eru slökkviliðsmenn nýkomnir á vettvang.

Ekki fengust frekari upplýsingar um málið að sinni.

Birta Þöll Sveinbjörnsdóttir vegfarandi náði meðfylgjandi myndskeiði af sinubrunanum.

Vegfarandi festi sinubrunann á myndskeið.
Vegfarandi festi sinubrunann á myndskeið. Ljósmynd/Birta Þöll Sveinbjörnsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka