Til skoðunar að opna sendiráð í Madríd

Madríd á Spáni.
Madríd á Spáni. Ljósmynd/Colourbox

Tillaga utanríkisráðuneytisins um að opnað verði sendiráð Íslands í Madríd á Spáni er nú til skoðunar í fjárlaganefnd í tengslum við umfjöllun um fjármálaáætlun áranna 2025-2029. Tillaga um opnun sendiráðs á Spáni hefur áður verið til umfjöllunar en ekki hlotið brautargengi. Ráðuneytið hefur nú að beiðni formanns fjárlaganefndar sent nefndinni minnisblað þar sem gerð er grein fyrir tillögunni og rök færð fyrir þörfinni á opnun sendiráðs á Spáni.

Gert er ráð fyrir 45 milljóna kr. stofnkostnaði á fyrsta árinu 2025 en að rekstrarkostnaður vegna sendiráðsins muni að jafnaði verða um 132 milljónir kr. á ársgrundvelli. Er þessum framlögum ætlað að mæta kostnaði við tvo útsenda starfsmenn, þ.e. sendiherra og staðgengil hans, staðarráðna starfsmenn, húsaleigu og annan rekstrarkostnað sendiráðs.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka