Viðbragðsaðilar hafa lokað fyrir umferðarkafla á Sæbraut þar sem eldur kviknaði í fólksbíl.
Þetta staðfestir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.
Tilkynning um eld í bensínbíl barst slökkviliðinu rétt fyrir kl. 21 í kvöld og slökkvilið er enn á vettvangi.
Svo virðist sem engan hafi sakað, samkvæmt þeim litlu upplýsingum sem Sigurjón hefur undir höndunum. Hann kveðst ekki vita hversu margir voru í bílnum.