Spursmál: Halla T. spurð spjörunum úr

Grétar Halldór Gunnarsson, Halla Tómasdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir eru …
Grétar Halldór Gunnarsson, Halla Tómasdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sat fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar sem sýndur var hér á mbl.is klukkan 14.

Upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að neðan og er hún öllum aðgengileg. Einnig má hlusta og horfa á Spursmál á Spotify og Youtube.

Spurð spjörunum úr

Líkt og gert hefur verið í fyrri þátt­um voru krefj­andi spurn­ingar lagðar fyrir Höllu. Að henni var beint spurn­ing­um sem snúa að skyld­um for­set­ans og því sem kem­ur í hlut­skipti hans út frá bak­grunni henn­ar sem for­stjóri alþjóðlegu sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar B Team.

Fyr­ir­tækið B Team er vett­vang­ur stjórn­mála-, viðskipta- og áhrifa­fólks víðs veg­ar um heim með höfuðstöðvar í New York. Stofn­andi B Team, Rich­ard Bran­son, hef­ur verið um­deild­ur í gegn­um tíðina og hlotið gagn­rýni fyr­ir tví­mæli í stefnu sinni um lofts­lags­mál. Þá hef­ur hann einnig verið sakaður um skattsvik.

Hvort sem viðskipta­hætt­ir og lífstíll Bran­sons geti haft áhrif á fyr­ir­tækið sem Halla sit­ur í for­svari fyr­ir eða ekki þótti eðli­legt að þýfga hana um nán­ari svör á grund­velli bar­áttu henn­ar til embætt­is for­seta Íslands.

Spursmál sett svip á kosningabaráttuna

Síðustu vik­ur hafa fram­bjóðend­ur sem mælst hafa með yfir 10% fylgi í skoðana­könn­un­um komið í Spurs­mál og rætt um fram­boð sín, bak­grunn og af­stöðu til for­seta­embætt­is­ins. Viðtöl­in hafa vakið mikla at­hygli fyr­ir hisp­urs­laus­ar umræður um­sjón­ar­manns þátt­ar­ins, Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar, við fram­bjóðend­ur.

Svipt­ing­ar hafa orðið á fylgi fram­bjóðenda und­an­farna daga og virðist mik­il hreyf­ing vera þar á. Hef­ur fylgisaukn­ing Höllu komið mörg­um spánskt fyr­ir sjón­ir en bar­átta henn­ar virt­ist fara frem­ur hægt af stað í byrj­un.

Hef­ur hún aukið fylgi sitt um­tals­vert und­an­farið sam­kvæmt síðustu skoðana­könn­un­um úr 5,1% í 12,5%. Má því segja að nú sé Halla far­in að sækja í sig veðrið og bar­átta henn­ar loks haf­in fyr­ir al­vöru.

Fréttir vikunnar

Berg­lind Ósk Guðmunds­dótt­ir þing­kona Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi og sr. Grét­ar Hall­dór Gunn­ars­son prest­ur í Kópa­vogs­kirkju mættu í settið til að fara yfir þær frétt­ir sem komust í há­mæli í vik­unni sem er að líða.

Mikið fór fyr­ir kjöri á nýj­um bisk­up í vik­unni, umræður um fóst­ur­eyðing­ar áttu sér einnig stað og þá bar hátt á góma fólks hversu lítið fór fyr­ir frétt­um af Eurovisi­on þetta árið, enda ár­ang­ur Íslands til marks um það.

Fylgstu með fræðandi og fjör­ugri umræðu í Spurs­mál­um alla föstu­daga á mbl.is klukk­an 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert