Kærir teiknara Vísis til siðanefndar

Arnar kveðst hafa brugðist skjótt við og kært teikninguna til …
Arnar kveðst hafa brugðist skjótt við og kært teikninguna til siðanefndar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arn­ar Þór Jóns­son for­setafram­bjóðandi hef­ur kært skop­stæl­ingu Hall­dórs Bald­urs­son­ar, teikn­ara Vís­is, til siðanefnd­ar Blaðamanna­fé­lags Íslands. Er ástæðan sú að í teikn­ing­unni er Arn­ar sett­ur í klæðnað sem vís­ar til ein­kennisklæðnaða nas­ista.

„Ég brást skjótt við og kærði þetta um­svifa­laust til siðanefnd­ar Blaðamanna­fé­lags­ins,“ seg­ir Arn­ar í sam­tali við mbl.is.

Arn­ar greindi frá kær­unni í færslu á Face­book-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann seg­ir Blaðamanna­fé­lagið hafa mót­tekið kær­una.

Verði að hafa af­leiðing­ar

„Á öll­um þeim hundruð blaðsíðna sem ég hef skrifað er ekk­ert sem rétt­læt­ir þetta og í alþjóðlegu sam­hengi er þetta svo al­var­legt að er­lend blöð hafa til dæm­is látið teikn­ara sína fara fyr­ir svipaða fram­setn­ingu,“ seg­ir Arn­ar.

Ertu þá að kalla eft­ir upp­sögn Hall­dórs?

„Það verður að vera Blaðamanna­fé­lags­ins að svara því, Vís­is og Hall­dórs sjálfs. Ég tek þetta mjög al­var­lega og mér finnst að svona mynd­birt­ing verði að hafa af­leiðing­ar.“

Öfga­fullt að halda fram hófstillt­um skoðunum

Spurður hvort hann geti séð fyr­ir sér hvað liggi að baki skop­stæl­ingu Hall­dórs seg­ir Arn­ar ekki geta gert það: „Þessi teikn­ing er svo lang­sótt að ég get ekki ímyndað mér hvaðan teng­in kem­ur.“

Arn­ar seg­ir að það eina sem hon­um detti þó í hug sé að gluggi Overt­on hafi færst það langt til vinstri að það telj­ist öfga­fullt að halda fram hófstillt­um klass­ísk­um skoðunum um frjáls­lyndi.

„Hin svo­kallaði Overt­on-gluggi kann að hafa færst svo langt til vinstri að það telj­ist í ein­hverj­um skiln­ingi öfga­fullt að halda fram hófstillt­um klass­ísk­um skoðunum um frjáls­lyndi, lýðræði og lýðveld­is­stjórn­ar­formið. Slík sjón­ar­mið má ekki jaðar­setja í póli­tískri umræðu,“ seg­ir Arn­ar og held­ur áfram:

„Ef það verður gert þá er það grafal­var­leg staða í sam­fé­lagi sem kenn­ir sig við lýðræðis­lega stjórn­ar­hætti.“

Bún­ing­ur­inn vekji andúð

Í skop­stæl­ingu Hall­dórs eru fleiri fram­bjóðend­ur í bún­ing­um en Arn­ar seg­ir mik­inn mun vera á bún­ingn­um sem hann er sett­ur í og þeim sem hinir fram­bjóðend­urn­ir klæðast:

„Það eru ekki bún­ing­ar sem kalla fram svona djúpa andúð. Skír­skot­un­in er ekki jafn hlaðinn.“

„Ég er þarna sett­ur í ein­kenn­is­bún­ing. Fólk get­ur klætt sig í hitt til gam­ans, það klæðir sig eng­in í þetta til gam­ans. Það er hug­mynda­fræði á bak við þenn­an ein­kennisklæðnað sem er ekki endi­lega á bak við fram­setn­ing­una í til­viki hinna fram­bjóðend­anna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert