Frjókornin eru komin til byggða

Sjálfvirkar frjómælingar hafa verið virkar á Akureyri í tvö ár …
Sjálfvirkar frjómælingar hafa verið virkar á Akureyri í tvö ár en munu í ár einnig hefjast á höfuðborgarsvæðinu. Ljósmynd/Pexels/Nita

Birting gagna um frjókornamælingar og frjókornavaktir fara fram með breyttu sniði þetta árið vegna eftirspurnar. Þetta kemur fram í tilkynningu Náttúrufræðistofnun Íslands.

Samkvæmt vef stofnunarinnar eru frjókornin mætt. Mælingar á frjói fara almennt fram í apríl til september ár hvert en veðurskilyrði stjórna því þó hvort upphafi mælinga seinki eða því sé flýtt. Hlýtt, þurrt og smá vindasamt veður kallar á háar frjótölumælingar, öfugt við kuldann, rigninguna og lognið.

Ástæða breytinganna er mikil eftirspurn eftir rauntímagögnum á stöðu frjókorna. Með tilkomu þessa fyrirkomulags verða niðurstöður mælinga aðgengilegar á innan við klukkustund á vef stofnunarinnar.

Sjálfvirkar frjómælingar hafa verið virkar á Akureyri í tvö ár en munu í ár einnig hefjast á höfuðborgarsvæðinu.

Vonast er til að hraðari miðlun þessara upplýsinga gagnist jafnt þeim sem eru með frjókornaofnæmi og heilbrigðisstarfsmönnum.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í gær, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert