Haustbragur í maí: Snjókoma fyrir norðan

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Suðvestur lægð gengur yfir landið í dag, en veður skánar með kvöldinu og fram eftir nóttu. Gular viðvaranir taka gildi víðast hvar um landið og því lítið ferðaveður í dag. 

Viðvaranirnar tóku í gildi rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun og ganga úr gildi klukkan sjö í fyrramálið. Hvassast verður syðst á landinu. 

„Það er haustbragur yfir þessari lægð,“ segir Katrín Agla Tómasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Katrín bendir á að snjókoma fylgi lægðinni fyrir norðan: „Sem maður er kannski ekki vanur í lok maí, en auðvitað getur allt gerst.“

Hvítasunnuhelgin er mikil ferðahelgi og hvetur Katrín fólk, sem hefur tök á, að fresta ferðum fram á morgundag þegar lægðin hefur gengið yfir.

Gular viðvaranir taka gildi í dag víðast hvar um landið.
Gular viðvaranir taka gildi í dag víðast hvar um landið. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert