Ísland virðir ákvörðun Alþjóðlega sakamáladómstólsins

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi við mbl.is um ákvörðun …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi við mbl.is um ákvörðun ICC. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslensk stjórn­völd virða ákvörðun Alþjóðlega saka­mála­dóm­stóls­ins (ICC) um að fara fram á hand­töku­skip­an á hend­ur ísra­elsk­um ráðherr­um og leiðtoga Ham­as, að sögn ut­an­rík­is­ráðherra.

Eins og mbl.is greindi frá í gær hef­ur ICC farið fram á hand­töku­skip­an­ á hend­ur Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Yoav Gall­ant, varn­ar­málaráðherra Ísra­els, og Ya­hya Sinw­ar, leiðtoga Ham­as á Gasa.

Kraf­an er lögð fram á grund­velli stríðsglæpa og glæpa gegn mann­kyn­inu vegna hryðju­verk­anna 7. októ­ber og átak­anna sem hafa geisað á Gasa eft­ir það.

„Ísland er og hef­ur um ára­bil verið öt­ull bak­hjarl Alþjóðlega saka­mála­dóm­stóls­ins og ís­lensk stjórn­völd styðja dóm­stól­inn í sínu hlut­verki sínu hlut­verki við að sporna gegn refsi­leysi fyr­ir alþjóðaglæpi,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is, spurð út í ákvörðun ICC.

Talið er að um 36 þúsund manns hafi fallið í …
Talið er að um 36 þúsund manns hafi fallið í árás­um á Gasa­strönd­inni. Heil­brigðis­yf­ir­völd á Gasa segja að megni lát­inna hafi verið óbreytt­ir borg­ar­ar. AFP

„Mik­il­væg­asta hags­muna­mál Íslands“

Þór­dís seg­ir að stuðning­ur Íslands við ICC sé í sam­ræmi við „mik­il­væg­asta hags­muna­mál Íslands“ sem sé að tryggja að alþjóðalög, en ekki hnefa­rétt­ur, ráði úr­slit­um í sam­skipt­um ríkja.

„Við höf­um haldið því til haga og mun­um gera áfram, að alþjóðalög­um fylgi ekki ein­göngu heil­ög rétt­indi held­ur heil­ag­ar skyld­ur,“ seg­ir ráðherra.

„Íslensk stjórn­völd taka beiðni sak­sókn­ar­ans mjög al­var­lega enda eru um al­var­lega ásak­an­ir að ræða,“ bæt­ir hún við.

Karim Khan, saksóknari hjá ICC, lagði fram beiðni um handtökuskipan …
Karim Khan, sak­sókn­ari hjá ICC, lagði fram beiðni um hand­töku­skip­an á hend­ur leiðtoga Ham­as og ísra­elsk­um ráðherr­um. AFP

Svar­ar ekki hvort Net­anja­hú yrði hand­tek­inn á Íslandi

Aft­ur á móti hef­ur hef­ur dóm­stóll­inn enn ekki tekið ákvörðun um hvort hand­töku­skip­an­in verði samþykkt. Þór­dís seg­ir að það gæti tekið nokkr­ar vik­ur.

„Við erum með alþjóðakerfi og Alþjóðlegi saka­mála­dóm­stóll­inn er hluti af því kerfi. Þegar upp koma vís­bend­ing­ar eða rök­studd­ur grun­ur um að alþjóðalög séu brot­in, treyst­um við að það fari í þann far­veg sem það fer í.“

Er þetta til­efni til að telja það trú­legra að Ísra­el sé að fremja glæpi?

„Íslensk stjórn­völd hafa ekki sömu for­send­ur – gögn og annað – og þau sem hafa legið yfir þessu und­an­farn­ar vik­ur og mánuði. Sú ákvörðun sem þarna er tek­in er gríðarlega stór og sögu­leg. Það ger­ir Alþjóðlegi saka­mála­dóm­stóll­inn ekki nema að vel at­huguðu máli. Þannig að það sýn­ir að það er ástæða fyr­ir því að þetta er gert. Það fer síðan eft­ir því hver næstu skref verða, hvaða ákvörðun verður tek­in,“ svar­ar ráðherra.

Ef ICC samþykk­ir þessa beiðni, myndi Net­anja­hú vera hand­tek­inn ef hann kæmi til Íslands?

„Við erum ekki kom­in á þann stað núna. Við tök­um það bara fyr­ir eins og það birt­ist,“ seg­ir hún og und­ir­strik­ar aft­ur að Ísland hafi verið öt­ull bak­hjarl ICC. „[Við] vilj­um að [ICC] fún­keri í þessu alþjóðakerfi sem við eig­um und­ir að allt haldi. Við höf­um hingað til stutt við hann og fylgt því sem þaðan kem­ur.“

Talið er að um 1.200 mans hafi verið drepnir í …
Talið er að um 1.200 mans hafi verið drepn­ir í hryðju­verka­árás Ham­as þann 7. októ­ber. AFP/​Gil Cohen-Magen

Fórn­ar­lömb­in sett á sama stall

Helstu stuðnings­menn Ísra­els, Banda­ríkja­menn þar helst, hafa sagt að það sé ekki rétt­læt­an­legt að setja Ham­as-hryðju­verka­menn og kjörna ráðherra í Ísra­el á sama stall.

Þór­dís túlk­ar ákvörðun ICC á ann­an hátt. Dóm­stóll­inn sé með þessu að setja alþjóðalög og fórn­ar­lömb­in átak­anna á sama stall.

„Þegar ég horfi á þessa ákvörðun og þá vinnu sem dóm­stóll­inn er bú­inn að vinna, horf­ir það þannig við mér að það sé verið að setja alþjóðalög­in á sama stalla, það sé verið að setja fórn­ar­lömb­in á sama stall. Ég get ekki séð að með þess­ari ákvörðun sé verið að setja hryðju­verka­sam­tök­in Ham­as og lýðræðis­lega kjör­in stjórn­völd í Ísra­el á sama stall.

„En það er verið að segja: Alþjóðalög­in gilda sama hvað. Og ef að það er þannig að verið er að brjóta mannúðarlög og alþjóðalög, sem við höf­um fengið nokkuð skýra frá­sagn­ir um, þá er fólkið sem verður fyr­ir því sett á sama stall.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert