Um 50 skjálftar í kvikuganginum

Eldgosið í Sundhnúkagígum.
Eldgosið í Sundhnúkagígum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðasta sólarhringinn hafa um 50 jarðskjálftar mælst í kvikuganginum við Svartsengi. Sá stærsti var 1,8 að stærð.

Kvikusöfnun og landris halda áfram, að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands og hefur allt verið með svipuðu sniði í nótt.

Um 16 til 17 milljónir rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. Auknar líkur eru á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert