85 milljón króna sekt fyrir skattalagabrot

Brotin gegn skattalögum áttu sér stað í rekstri einkahlutafélagsins Omzi …
Brotin gegn skattalögum áttu sér stað í rekstri einkahlutafélagsins Omzi á árunum 2018 og 2019. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ómar Jó­hanns­son var á dög­un­um sak­felld­ur í héraðsdómi Suður­lands fyr­ir stór­felld skatta­laga­brot sem námu alls 34.362.579 krón­um.

Var hann dæmd­ur í 8 mánaða skil­orðsbundið fang­elsi og gert að greiða sekt sem nem­ur 85 millj­ón­um króna.

Um­rædd brot hans áttu sér stað í rekstri einka­hluta­fé­lags­ins Omzi á ár­un­um 2018 og 2019, en fé­lagið var tekið til gjaldþrota­skipta árið 2019. Í dómi héraðsdóms seg­ir að Ómar hafi staðið skil á efn­is­lega röng­um virðis­auka­skatt­skýrsl­um.

Ekki áður sætt refs­inu

„Sam­kvæmt saka­vott­orði hef­ur ákærði ekki áður sætt refs­ingu. Brot ákærða voru stór­felld og nema veru­leg­um fjár­hæðum. Við ákvörðun refs­ing­ar ber þó að líta til að ákærði hef­ur í meg­in­at­riðum geng­ist við brot­um sín­um.

Rann­sókn skatt­rann­sókn­ar­stjóra hófst í sept­em­ber­mánuði 2019 og var mál­inu vísað til héraðssak­sókn­ara í fe­brú­ar 2021. Ákæra var síðan gef­in út und­ir lok apríl 2023. Með til­liti til alls þessa verður ákærða gert að sæta fang­elsi í átta mánuði en fresta ber fulln­ustu refs­ing­ar­inn­ar í tvö ár haldi ákærði al­mennt skil­orð,“ seg­ir í dómn­um.

Er hon­um gert að greiða 85 millj­ón­ir króna í sekt inn­an fjög­urra vikna, en sæti ella fang­elsi í 360 daga. Þá þarf hann einnig að greiða mál­svarn­ar­laun skipaðs verj­anda síns upp á 3,5 millj­ón­ir króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert