Parísarhjól á Miðbakka í sumar

Parísarhjól mun rísa á Miðbakka þar sem hjólabrautin er.
Parísarhjól mun rísa á Miðbakka þar sem hjólabrautin er. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Par­ís­ar­hjól verður sett upp á Miðbakka í sum­ar. Um er að ræða til­raun­verk­efni til eins sum­ars og mun Tayl­ors Tivoli Ice­land ehf. sjá um upp­setn­ingu og rekst­ur á par­ís­ar­hjól­inu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

Reykja­vík­ur­borg aug­lýsti í mars eft­ir sam­starfsaðila til að reka par­ís­ar­hjól á Miðbakka og bár­ust fjór­ar um­sókn­ir, en ákveðið var að bjóða Tayl­ors Tivoli Ice­land til viðræðna, en fyr­ir­tækið hef­ur reynslu af rekstri annarra par­ís­ar­hjóla. Sam­komu­lagið var samþykkt á fundi borg­ar­ráðs í dag.

Búnaður sem þolir ís­lensk­ar aðstæður

Gild­is­tími sam­komu­lags­ins er til lok sept­em­ber. Tayl­ors Tivoli Ice­land greiðir eina millj­ón á mánuði fyr­ir af­not á lóðinni.

Gengið hef­ur verið úr skugga um að búnaður­inn þoli ís­lensk­ar aðstæður, til að mynda vindálag og jarðhrær­ing­ar. Lögð verður áhersla á góða hljóðvist og verða fram­kvæmd­ar hljóðmæl­ing­ar á prufu­tíma­bili.

Par­ís­ar­hjólið verður 32 metra hátt með 24 vagna, flest­ir þeirra hafa sex sæti en boðið verður upp á aðgengi fyr­ir hjóla­stóla.

Parísarhjól sambærilegt því sem mun rísa á Miðbakka.
Par­ís­ar­hjól sam­bæri­legt því sem mun rísa á Miðbakka. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Ein margra hug­mynda um haf­tengda upp­lif­un

Verk­efnið er hluti af hug­mynda­vinnu inn­an borg­ar­inn­ar um haf­tengda upp­lif­un og úti­vist. Sett­ar voru fram fjöl­marg­ar hug­mynd­ir til að bæta lífs­gæði borg­ar­búa og lýðheilsu í skýrslu sem kom út síðasta haust.

Vax­andi umræða er um kosti þess að hafa aðgengi að vatni, eða blá­um svæðum; haf, ám, foss­um eða vötn­um. Bú­seta í ná­lægð við vatn er tal­in hafa já­kvæð áhrif á lík­am­lega og and­lega heilsu og stuðla að bættri ham­ingju og vellíðan.

Í Evr­ópu hafa blá svæði í aukn­um mæli verið viður­kennd sem aðlaðandi eig­in­leiki borga með til­lit til ferðaþjón­usta, afþrey­ing­ar og heil­brigðs lífs­stíls.

„Haf­tengd upp­lif­un?“

Áheyrna­full­trúi Flokks fólks­ins sem sat fund­in gagn­rýndi að ekki væri verið að vinna í sam­ráði við íbúa og velti fyr­ir sér hvort að par­ís­ar­hjól sé í raun „haf­tengd upp­lif­un“ fyr­ir fólk. 

Að hans sögn mun staðsetn­ing­in hindra enn meira aðgengi að svæðinu sem er nú þegar afar erfitt fyr­ir sem og ýta und­ir önn­ur vanda­mál í um­ferðinni. Hann sagði að par­ís­ar­hjól muni valda ónæði fyr­ir íbúa á svæðinu með hávaðartrufl­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert