Spá því að umbrotunum ljúki í júlí

Haraldur segir að stöðugt hafi dregið úr hraunrennsli frá því …
Haraldur segir að stöðugt hafi dregið úr hraunrennsli frá því í kvikuhlaupinu í nóvember 2023 þegar það var um 750.000 rúmmetrar á dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Har­ald­ur Sig­urðsson eld­fjalla­fræðing­ur og Grím­ur Björns­son jarðeðlis­fræðing­ur spá gos­lok­um í Sund­hnúkagígaröðinni í júlí. Þetta kem­ur fram í bloggi Har­ald­ar í kvöld.

Hann tel­ur lík­legt að við hvert eld­gos í Sund­hnúkagígaröðinni storkni kvika þegar hún komi í snert­ingu við kalt berg yst á kviku­gang­in­um. Þá mynd­ist lóðrétt 5-10 sentí­metra þykk skán af storknu basalti. 

Kviku­gang­ur­inn und­ir Sund­hnúkagígaröðinni hafi ef­laust þrengst smátt og smátt eft­ir hvert gos. Þannig dragi óhjá­kvæmi­lega úr rennsli upp á yf­ir­borðið.

Þessu til stuðnings vitn­ar Har­ald­ur í gögn Veður­stofu Íslands. Hann seg­ir að í kviku­hlaup­inu í nóv­em­ber 2023 hafi hraun­rennsli verið um 750.000 rúm­metr­ar á dag. Stöðugt hafi dregið úr því og hafi verið 250.000 rúm­metr­ar á dag í síðasta kviku­hlaupi.

Aðfærsluæðin þreng­ist stöðugt

„Kóln­un og storkn­un kviku á jöðrum gangs­ins er stöðugt að þrengja aðfærsluæðina og mun að lok­um stöðva virkn­ina und­ir Sund­hnúkagígaröðinni. Út frá slík­um gögn­um höf­um við Grím­ur Björns­son því spáð gos­lok­um í byrj­un júlí í ár,“ seg­ir í færslu Har­ald­ar.

Þetta velti þó allt á því hversu hratt kvik­an í gang­in­um kólni og storkni. Það fari aðallega eft­ir þykkt kviku­gangs­ins, sem sé því miður óþekkt stærð í Sund­hnúk, að sögn Har­ald­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert