Jarðgöng talin betri og líklegri kostur en stokkur

Kristján segir aðstæður til jarðgangagerðar góðar við Miklubraut.
Kristján segir aðstæður til jarðgangagerðar góðar við Miklubraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í kjöl­far grein­ing­ar á frumdrög­um Vega­gerðar­inn­ar að fram­kvæmd­um við Miklu­braut er jarðganga­gerð tal­in mikið væn­legri kost­ur en að setja braut­ina í stokk. Í stað 1,8 kíló­metra langs stokks kæmu þá 2,8 kíló­metra löng göng.

„Það er al­veg klárt að jarðgangna­lausn­in kem­ur mun bet­ur út, bara sjálft mann­virkið og hvernig það virk­ar hvað varðar þá um­ferðartaf­ir of um­ferðarör­yggi. Svo sjá­um við líka að varðandi fram­kvæmd­ina sjálfa, sem er kannski aug­ljósi part­ur­inn af þessu, þá er nátt­úru­lega al­veg rosa­lega mikið rask sem fylg­ir stokkafram­kvæmd­um og við erum þarna að grafa upp veg­inn í nú­ver­andi veg­stæði Miklu­braut­ar og það gef­ur nátt­úru­lega auga­leið að hef­ur mjög mik­il áhrif á veitu­innviði og alla innviði í jörðinni og ná­læga byggð,“ seg­ir Kristján Árni Kristjáns­son,  sam­göngu­verk­fræðing­ur og verk­efna­stjóri á höfuðborg­ar­svæði Vega­gerðar­inn­ar í sam­tali við mbl.is.

Sam­fé­lags­leg­ur ábati marg­falt meiri

Kristján seg­ir það tölu­verða áskor­un að leysa hvernig um­ferð skuli háttað á fram­kvæmda­tíma og koma fyr­ir hjá­leiðum. 

„Mögu­lega gæt­um við ekki einu sinni verið með tveir plús tveir alla leiðina. Stór part­ur af þessu líka er að meðferðar­kjarn­inn verður nú trú­lega til­bú­inn þarna þegar við hefj­um fram­kvæmd­ir, það er nú eitt, og þá er kom­inn enn stærri vinnustaður á Land­spít­ala og það þarf nátt­úru­lega að tryggja aðgengi allra að spít­al­an­um,“ seg­ir Kristján. 

Hann seg­ir veg­stæðið vest­an við nýja Land­spít­al­ann vera þröngt. 

„En svo þegar við erum í jarðgöng­um þá nátt­úru­lega erum við mun dýpra og erum þá að forðast þess­ar lagn­ir í jörðinni og nú­ver­andi göt­ur geta bara haldið sér nokk­urn veg­inn eins og þær eru og þá vær­um við að tryggja þess­ar hjá­leiðir mjög vel,“ seg­ir Kristján.

Loka­ákvörðun hafi þó ekki verið tek­in en kæmu þá 2,8 kíló­metra löng göng í stað 1,8 kíló­metra langs stokks.

„Út frá okk­ar grein­ing­um í frumdraga­vinn­unni þá er nokkuð ljóst að þessi kost­ur er betri.  [...] Þó að jarðgöng­in væru mögu­lega eitt­hvað aðeins dýr­ari en stokkafram­kvæmd­in að þá er bara svo mik­il áhætta líka sem fylg­ir svona stokkafram­kvæmd. Það er meiri óvissa í svo­leiðis fram­kvæmd. Það er meira sem get­ur komið upp á í raun þegar þú ferð að grafa alla göt­una þarna í gegn og sam­fé­lags­legi kostnaður­inn er líka bara mik­ill hvað varðar, eins og til dæm­is, þessi um­ferðar­mál. Þá gæti maður trúað að það myndi ekki vera langt bil þarna á milli hvað varðar kostnaðinn á milli jarðganga og stokka­lausn­ar og sam­fé­lags­leg­ur ábati, höf­um við séð líka, er bara marg­falt meiri í jarðganga­lausn­um. En eins og ég segi, það er ekki búið að taka end­an­lega ákvörðun um þetta og það verður þá bara gert núna á næstu stig­um. Við erum að klára frumdraga­hönn­un núna þar sem við erum í þess­ari val­kosta­grein­ingu og erum nátt­úru­lega búin að greina alla þætti þess­ara mann­virkja,“ seg­ir Kristján.

Leys­ir taf­ir og ör­ygg­is­mál vel

Rann­sókn­ir hafi leitt í ljós að aðstæður séu mjög góðar til jarðganga­gerðar en fram­kvæmd­irn­ar séu einnig þægi­legri vegna þess að þær séu ekki jafn háðar skipu­lags­áætl­un­um borg­ar­inn­ar, ein­fald­lega vegna dýpt­ar.

„Í raun besta lausn væri þá að vera með gangna­teng­ing­ar líka að og frá Kringlu­mýr­ar­braut. Þá get­urðu keyrt inn í göng­in í raun­inni af Kringlu­mýr­ar­braut og farið þá til vest­urs í göng­in og svo úr vestri og inn á Kringlu­mýr­ar­braut. Það er mjög góð lausn líka og leys­ir í raun­inni um­ferðartaf­ir og öll um­ferðarör­ygg­is­mál mjög vel,“ seg­ir Kristján. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert