Þroskandi að kynnast breiddinni í mannlífinu

Arnar Þór er menntaður lögfræðingur og hefur til að mynda …
Arnar Þór er menntaður lögfræðingur og hefur til að mynda starfað sem héraðsdómari. mbl.is/Eyþór Árnason

For­setafram­bjóðand­inn Arn­ar Þór Jóns­son er ekki sá þekkt­asti í hópi fram­bjóðenda en hann hef­ur verið í snert­ingu við stjórn­sýsl­una, há­skóla­stigið og at­vinnu­lífið. 

 „Ég hef starfað í stjórn­sýsl­unni, inn­an dóm­stóla­kerf­is­ins, í há­skól­an­um auk þess að vera lögmaður og ég vann meira að segja í banka í nokkra mánuði 2005. Ég hef horft á mann­lífið frá mörg­um út­sýn­is­hól­um og kynnt­ist fólki úr öll­um átt­um sem héraðsdóm­ari. Þar þurfti ég að horf­ast í augu við hræðileg­ar heim­ilisaðstæður í sum­um til­fell­um. Ég hef kynnst fólki sem kallað er ógæfu­fólk en einnig fólki sem gegn­ir æðstu embætt­um á land­inu og það er þrosk­andi að kynn­ast slíkri breidd í mann­líf­inu.“

 Arn­ar fór í sál­gæslu­nám og seg­ir það hafa gert sér af­skap­lega gott.

„Já það er diplóma­nám í end­ur­mennt­un Há­skóla Íslands og geng­ur út á að styðja við fólk sem geng­ur í gegn­um erfið tíma­bil eða er að vinna úr áföll­um. Gagnaðist þetta mér til dæm­is sem dóm­ari því þar var ég oft í hlut­verki að sætta for­eldra sem deildu um for­sjár barns eða þegar ég vildi reyna að skilja aðstæður fólks sem komið var á vond­an stað í líf­inu. Sál­gæslu­námið reynd­ist gott verk­færi til að fræðast bet­ur um hina lit­ríku flóru mann­lífs­ins og all­an þann far­ang­ur sem við öll burðumst með á bak­inu en vilj­um ekki gera. Því miður erum við oft að burðast með ferðatösku sem við ætt­um bara að henda frá okk­ur. Fyrst er þó ágætt að opna þessa ferðatösku og velja hverju við vilj­um halda úr henni áður en hún fer á haug­ana. Öll þessi efn­is­hyggja sem ein­kenn­ir líf okk­ar gæti hugs­an­lega stafað af því að við séum á ein­hvers kon­ar flótta frá því að horf­ast í augu við okk­ur sjálf.“

Ítar­legt viðtal við Arn­ar Þór og fleiri fram­bjóðend­ur er að finna í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert