Gervikosning sýnir hvernig úrslitin gætu orðið önnur

Frambjóðendur til forseta í ár. Könnuninni er ætlað að kanna …
Frambjóðendur til forseta í ár. Könnuninni er ætlað að kanna áhrif ólíkra kosningakerfa.

Ný gervi­kosn­ing í til­efni af for­seta­kosn­ing­un­um á að sýna hvernig kosn­ing­arn­ar gætu farið ef aðeins tveir til­tekn­ir fram­bjóðend­ur myndu mæt­ast í seinni um­ferð í tveggja um­ferða kosn­ingu.

Henni er einnig ætlað að kanna hver áhrif ólíkra kosn­inga­kerfa gætu verið á kosn­inga­hegðun ís­lenskra kjós­enda og niður­stöður kosn­inga hér á landi.

Í gervi­kosn­ing­unni get­ur fólk kosið sér for­seta, bæði með nú­ver­andi kosn­inga­kerfi og með öðrum kosn­inga­kerf­um sem hef­ur verið til umræðu að taka upp í for­seta­kosn­ing­um á Íslandi. 

Net­kosn­ing­in er hluti af rann­sókn Indriða H. Indriðason­ar, pró­fess­ors í stjórn­mála­fræði við Kali­forn­íu­há­skóla í Ri­versi­de, og Vikt­ors Orra Val­g­arðsson­ar, nýdoktors í stjórn­mála­fræði við Sout­hampt­on-há­skóla.

Kýs fólk taktískt?

„Okk­ur finnst áhuga­vert að kanna hvort að fólk virðist vera að kjósa taktískt og hvort að fólk myndi gera það öðru­vísi sam­kvæmt öðrum kerf­um sem eiga að reyna að tak­marka taktíska kosn­ingu,“ seg­ir Vikt­or Orri í sam­tali við mbl.is

„Við erum meðal ann­ars að kanna það hvort að fólk er að kjósa eins í þess­um kosn­ing­um og það myndi gera ef það hefði til dæm­is kost á því að for­gangsraða fram­bjóðend­um.“

Niður­stöðurn­ar verða birt­ar op­in­ber­lega skömmu eft­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar sjálf­ar. Þær verða vigtaðar með til­liti til þess hversu mörg at­kvæði hver fram­bjóðandi fékk í kosn­ing­un­um, til að kom­ast sem næst því hvort niður­stöður kosn­ing­anna gætu hafa verið aðrar ef önn­ur kosn­inga­kerfi hefðu verið notuð.

„Við gerðum svipaða rann­sókn fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar árið 2012 og þá birt­um við niður­stöðurn­ar í ís­lenska fræðirit­inu Stjórn­mál- og stjórn­sýsla og við stefn­um að því að gera það aft­ur,“ seg­ir Vikt­or Orri.

Taka þátt í gervi­kosn­ing­unni

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert