„Tökum erfiðar ákvarðanir þó að einhverjir verði brjálaðir“

Loftlagsdagurinn fór fram í Hörpu í dag.
Loftlagsdagurinn fór fram í Hörpu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Erum við hætt við orku­skipt­in?“ spurði Eyrún Gígja Kára­dótt­ir, verk­efna­stjóri Orku­set­urs, í er­indi sínu á Lofts­lags­deg­in­um í Hörpu í dag. Hún seg­ir einu leiðina að sínu mati vera að banna inn­flutn­ing á bens­ín- og dísil­bíl­um.

„Ef við erum með sæti við borðið og við erum þetta litla land og við ætl­um að vera fyr­ir­mynd ein­hvers þá verðum við að gera eitt­hvað sem eft­ir er tekið,“ seg­ir Eyrún í sam­tali við mbl.is að er­indi sínu loknu.

Fór hún þar yfir valda þess að raf­magns­bíl­ar verði síður fyr­ir val­inu þegar kem­ur að sendi­bíl­um þrátt fyr­ir orku­skipta­mark­mið. Á þessu ári hafa 927 sendi­bíla þegar verið flutt­ir til lands­ins en þar af eru aðeins 7% raf­magns­bíl­ar. Lang­flest­ir sendi­bíl­ar sem hingað eru flutt­ir eru dísil­bíl­ar.

Ákvörðun um að taka ekki þátt

Seg­ir Eyrún ýms­ar af­sak­an­ir notaðar til að rétt­læta ákvörðun­ina um að skipta ekki í raf­magns­bíla: fram­boð, hag­kvæmni, drægni og hleðslu­innviðir. Hún telji aft­ur á móti aðeins eina hindr­un raun­veru­lega liggja að baki: þá mann­legu.

„Það er alltaf verið að nota þess­ar hindr­an­ir sem af­sök­un. Bíl­arn­ir eru ekki með nægi­lega drægni, „ég er að bíða,“ en nú er raun­d­rægni 200-400 km þannig það á ekki við. Hleðslu­innviðir þeir verða bara betri, þeir eru ekki full­komn­ir alls staðar en hér á Suðvest­ur­horn­inu eru þeir orðnir mjög góðir.“

Seg­ir hún skamm­tíma­hugs­un einnig ein­kenna kaup á sendi­bíl­um á Íslandi þar sem raf­bíl­ar séu jú enn í hærri verðflokki. Ein­falt reikni­dæmi sýni aft­ur á móti að það borgi sig inn­an þriggja ára að fjár­festa í raf­magns­bíl. Hvað varði fram­boð leiði stutt net­leit í ljós að nóg sé til á land­inu. 

„Hvað er þá að stoppa okk­ur? Það er ákvörðunin um að taka ekki þátt,“ seg­ir Eyrún. 

93 prósent innfluttra sendibíla í ár eru dísil- eða bensínbílar
93 pró­sent inn­fluttra sendi­bíla í ár eru dísil- eða bens­ín­bíl­ar

Raf­bíla­styrk­ur hafði eng­in áhrif

Hún seg­ir marga ef­laust velta fyr­ir sér hvort ekki megi rekja bróðurpart dísil­bíla­kaup­ana til lands­byggðar­inn­ar. Orku­setrið og raf­bíla­stöðin hafi því farið í verk­efni til að kanna raf­bílainnviði fyr­ir norðan, en verk­efnið hafi leitt í ljós að raf­bíla­hæfni væri 100% jafn­vel þrátt fyr­ir ein­stak­lega kald­an vet­ur. 

Aðspurð kveðst hún frek­ar telja að um sé að ræða ákveðin viðhorf varðandi raf­bíla­kaup en skort á íviln­un­um frá rík­inu vegna raf­bíla­kaupa þar sem styrk­ur til raf­væddra sendi­bíla hafi auk­ist með nýja kerf­inu.

„Þannig að styrk­ur­inn hef­ur auk­ist, en það hafði eng­in áhrif. Þannig við get­um ekki sagt að þetta sé svona út af íviln­un­ar­kerf­inu.“

Eyrún telur mannleg viðhorf standa í vegi fyrir rafbílavæðingu.
Eyrún tel­ur mann­leg viðhorf standa í vegi fyr­ir raf­bíla­væðingu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Svona ákv­arðanir þurfi að taka fyr­ir fólk

Seg­ir Eyrún því mik­il­vægt fyr­ir stjórn­mála­fólk að taka rót­tæk og jafn­vel tíma­bundið óvin­sæl skref ef ár­ang­ur eigi að nást í raf­orku­skipt­un­um. Ísland hafi færi á að gera stóra breyt­ingu svo tekið verði eft­ir á alþjóðavísu, en oft­ar en ekki þurfi rík­is­stjórn­in að taka af skarið. 

„Svona ákv­arðanir þarf því miður bara að taka fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Eyrún.

Ekki sé alltaf nóg að beita fjár­hags­leg­um íviln­un­um sem gul­rót til að breyta rót­grón­um þátt­um í sam­fé­lag­inu. Sem dæmi hafi stræt­is­vagnafarþegum á Ak­ur­eyri ekki fjölgað sér­stak­lega þrátt fyr­ir að Strætó sé ókeyp­is á Ak­ur­eyri. Íbúar geti meira að segja sótt um sam­göngustyrk og því í raun fengið borgað fyr­ir að taka Strætó, en samt séu ekki marg­ir sem nýti sér sam­göng­urn­ar.

„Þess vegna blikkaði ég nú ráðherra, því við verðum að þora að taka ákv­arðanir,“ seg­ir Eyrún og á þar að sjálf­sögðu við um­hverf­is,- orku,- og lofts­lags­ráðherra Guðlaug Þór Þórðars­son. 

Þurf­um að þora eins og með reyk­inga­bannið

Hún nefn­ir sem dæmi bann við reyk­ing­um inn­an­dyra vegna óbeinna áhrifa á sín­um tíma. Bannið hafi tekið við og síðan hafi það gilt og breytt viðhorf­um til reyk­inga inn­an­dyra til muna á ör­fá­um árum. 

„Ef það hefði bara verið mælst til þess þá er ég nokkuð viss um að það væru ennþá veit­ingastaðir og skemmti­staðir sem leyfðu það því þeir myndu ekki þora því rekstr­ar­lega,“ seg­ir Eyrún. 

Mik­il­vægt sé að Ísland nýti sér þá sér­stöðu að vera lítið, vel efnað land sem sé ágæt­lega á veg komið í orku­skipt­un­um. 

„Við höf­um þann lúx­us að geta ein­beitt okk­ur að sam­göng­un­um. Nýt­um okk­ur það. Ver­um þá bara kröfu­h­arðari hvað þetta varðar og tök­um erfiðar ákv­arðanir þó að ein­hverj­ir verði brjálaðir,“ seg­ir Eyrún.

„Við vit­um vel að ef við ætl­um að ná þess­um mark­miðum þá höf­um við ekki efni á því að vera að flytja inn bens­ín- og dísil­bíla. Þannig við þurf­um þá bara að þora og sýna og það mun vekja at­hygli.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert