Seðlabankinn vill Þjóðarsjóðinn til sín

Seðlabankinn gerir athugasemdir við frumvarpið og leggur til ýmsar breytingar.
Seðlabankinn gerir athugasemdir við frumvarpið og leggur til ýmsar breytingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Seðlabanki Íslands vill hafa um­sýslu með fyr­ir­huguðum Þjóðarsjóði.

Þetta legg­ur Seðlabank­inn til í um­sögn sinni um frum­varp til laga um Þjóðarsjóð.

Tel­ur bank­inn það fela í sér veru­lega hagræðingu að bank­inn reki Þjóðarsjóðinn sam­hliða rekstri gjald­eyr­is­forða og þannig geti hann rekið sjóðinn með hag­kvæm­ari hætti en aðrir. Í frum­varp­inu er lagt til að  stjórn Þjóðarsjóðsins semji við bæra aðila um vörslu sjóðsins, áhættu­stýr­ingu og eign­a­stýr­ingu.

Innviðirn­ir til staðar

Þá tel­ur bank­inn að  nauðsyn­leg þekk­ing og innviðir séu til staðar inn­an bank­ans til að sinna rekstri Þjóðarsjóðsins. Því til stuðnings vís­ar hann til þess að fjár­fest var í bakvinnslu-, miðvinnslu- og fram­línu­kerfi sem sé sér­hæft til að halda utan um verk­efni sem eru sam­bæri­leg og Þjóðarsjóður­inn.  

Seðlabank­inn bend­ir jafn­framt á að Norðmenn hafa góða reynslu af því að hafa ol­íu­sjóðinn í vörsl­um seðlabanka Nor­egs.

Í um­sögn­inni er bent á að hvergi er að finna áætlan­ir eða hug­mynd­ir um hver gæti verið kostnaður einkaaðila vegna um­sýslu og rekstr­ar Þjóðarsjóðsins sem gæti full­fjár­magnaður numið um 400-500 millj­örðum króna.

„Eigna­safni sem ætlað er að vera viðlaga­sjóður þarf eðli máls­ins sam­kvæmt að ráðstafa í mjög selj­an­leg­ar eign­ir svo hægt sé að grípa til þeirra þegar óvænt áföll dynja yfir. Seðlabank­inn viðheld­ur á öll­um tím­um lausa­fjár­sjóði í er­lend­um gjald­eyri sem sam­kvæmt fjár­fest­inga­stefnu skal nema a.m.k. 1,25 millj­örðum Banda­ríkja­dala,“ seg­ir í um­sögn­inni.

Arðgreiðslur frá ríkisfyrirtækjum eins og Landsvirkjun eiga að renna í …
Arðgreiðslur frá rík­is­fyr­ir­tækj­um eins og Lands­virkj­un eiga að renna í Þjóðarsjóðinn. mbl.is/​RAX

Seðlabank­inn með sér­stöðu

Í lausa­fjár­sjóði séu ein­göngu inn­stæður og inn­lán hjá bönk­um og selj­an­leg rík­is­skulda­bréf með háa láns­hæfis­ein­kunn.

Sam­legðaráhrif­in fel­ast því einnig í því að stjórn Þjóðarsjóðsins gæti ákveðið í sinni stefnu að taka til­lit til lausa­fjár­sjóðsins og fjár­festa ætti hluta Þjóðarsjóðs í eign­um sem hafa minni selj­an­leika og hærri vænta ávöxt­un.

Seðlabank­inn tel­ur að ef Þjóðarsjóðnum yrði út­vistað til einka­rek­inna fyr­ir­tækja myndi það færa fram­kvæmd­ina og yf­ir­sýn­ina fjær ís­lensk­um stjórn­völd­um. Auk­in­held­ur myndi það að öll­um lík­ind­um hafa í för með sér minni vernd gegn mál­sókn­um og skerta friðhelgi.

Ástæðan sé sú að seðlabank­ar njóta sér­stakr­ar stöðu al­mennt og einkaaðilar geti aldrei notið sömu stöðu og seðlabanki sem banki rík­is­sjóðs hvað það varðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert