Varar við hættu á skattasniðgöngu

Ríkisskattstjóri hefur sent Alþingi umsögn um frmvarp fjármálaráðherra sem nú …
Ríkisskattstjóri hefur sent Alþingi umsögn um frmvarp fjármálaráðherra sem nú er til umfjöllunar í efnahags-og viðskiptanefnd. mbl.is/sisi

Ríkisskattstjóri varar við því að tilteknar breytingar í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á lögum um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda vegna erlendra fjárfestinga geti leitt til færslu eignarhalds á hlutabréfum til skattaskjóla og auki hættu á skattasniðgöngu.

Þetta kemur fram í umsögn ríkisskattstjóra um frumvarpið en þar er m.a. lagt til að erlendir aðilar verði að mestu undanþegnir skattlagningu söluhagnaðar hlutabréfa í íslenskum fyrirtækjum.

Á að einfalda regluverkið

Meginmarkmið frumvarpsins er að einfalda regluverkið í kringum erlenda fjárfestingu á Íslandi, fyrst og fremst í nýsköpun, til að gera íslenskum fyrirtækjum auðveldara um vik að sækja fjármagn erlendis frá.

Lögð er til sú breyting að fallið verði alveg frá skattskyldu erlendra lögaðila af söluhagnaði hlutabréfa í íslenskum fyrirtækjum og dregið verði líka úr skattskyldu erlendra einstaklinga en hún þó ekki afnumin að öllu leyti.

Fram kemur í greinargerð að ekkert annað ríki á Norðurlöndum leggur skatt á hagnað erlendra einstaklinga af sölu hlutabréfa og geldur Deloitte Legal varhug við því í umsögn um málið að Ísland eitt ríkja Norðurlandanna haldi áfram að skattleggja hagnað erlendra einstaklinga af sölu hlutabréfa.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert