Forsetaframbjóðendurnir mættir í hús

Frambjóðendurnir eru mættir í Hádegismóa til að takast á í …
Frambjóðendurnir eru mættir í Hádegismóa til að takast á í forsetakappræðum Morgunblaðsins. Samsett mynd

Þeir forsetaframbjóðendur sem hlotið hafa 10% eða meira fylgi í skoðanakönnunum eru komnir í hús til að mætast í forsetakappræðum Morgunblaðsins.

Verður kappræðunum streymt á mbl.is klukkan 16.

Fylgstu með:

Þau Baldur Þórhallsson prófessor, Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Halla Tómasdóttir forstjóri, Jón Gnarr leikari og Katrín Jakobsdóttir fv. forsætisráðherra mætast í kappræðunum.

Í kappræðunum verður einnig ný fylgiskönnun kynnt en hún var framkvæmd af Prósent.

Blaðamennirnir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson spyrja frambjóðendurna spjörunum úr.

Spennan eykst í aðdraganda kosninga

Ný fylgiskönnun Maskínu birtist eftir hádegi sem sýnir að Katrín og Halla Tómasdóttir mælast hnífjafnar með 24,1 prósent. 

Í þriðja sæti er Halla Hrund Loga­dótt­ir með 18,4 pró­sent. Mark­tæk­ur mun­ur er á þeim Katrínu og Höllu Tóm­as­dótt­ur ann­ars veg­ar og Höllu Hrund hins veg­ar.

Bald­ur Þór­halls­son mæl­ist með 15,4 pró­sent í fjórða sæti, Jón Gn­arr er fimmti með 9,9 pró­sent og Arn­ar Þór Jóns­son í því sjötta með 5 pró­sent. Mark­tæk­ur mun­ur er á þeim öll­um.

Hinir sex fram­bjóðend­urn­ir mæl­ast sam­tals með 3,2 pró­senta fylgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert