Þeir forsetaframbjóðendur sem hlotið hafa 10% eða meira fylgi í skoðanakönnunum eru komnir í hús til að mætast í forsetakappræðum Morgunblaðsins.
Verður kappræðunum streymt á mbl.is klukkan 16.
Fylgstu með:
Þau Baldur Þórhallsson prófessor, Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Halla Tómasdóttir forstjóri, Jón Gnarr leikari og Katrín Jakobsdóttir fv. forsætisráðherra mætast í kappræðunum.
Í kappræðunum verður einnig ný fylgiskönnun kynnt en hún var framkvæmd af Prósent.
Blaðamennirnir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson spyrja frambjóðendurna spjörunum úr.
Ný fylgiskönnun Maskínu birtist eftir hádegi sem sýnir að Katrín og Halla Tómasdóttir mælast hnífjafnar með 24,1 prósent.
Í þriðja sæti er Halla Hrund Logadóttir með 18,4 prósent. Marktækur munur er á þeim Katrínu og Höllu Tómasdóttur annars vegar og Höllu Hrund hins vegar.
Baldur Þórhallsson mælist með 15,4 prósent í fjórða sæti, Jón Gnarr er fimmti með 9,9 prósent og Arnar Þór Jónsson í því sjötta með 5 prósent. Marktækur munur er á þeim öllum.
Hinir sex frambjóðendurnir mælast samtals með 3,2 prósenta fylgi.