Mótmælendur hafa komið sér fyrir í anddyri utanríkisráðuneytisins. Í tilkynningu frá mótmælendum segir að þeir séu að mótmæla aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda vegna þjóðarmorðsins á Gasa.
„Nú þegar 234 dagar eru liðnir af stigmögnuðu þjóðarmorði gegn Palestínufólki sjást engin ummerki um aðgerðir íslenskra yfirvalda. Veikburða færslur á samfélagsmiðlum og fálmkennd fréttaviðtöl þar sem ráðamenn tönnlast á tveggja ríkja lausn, þar sem ábyrgð varpað á hin kúguðu í stað kúgaranna, eru ófullnægjandi viðbrögð við þjóðarmorði,“ segir í yfirlýsingu mótmælenda.