Veðbankar telja Höllu Tómasdóttur sigurstranglega í forsetakosningunum, ef marka má stuðul hennar á vefsíðu vefbankans Coolbet.
Stuðullinn segir til um ávöxtun peningsins sem veðjað er á ákveðinn frambjóðanda. Það er að segja því lægri sem stuðullinn þeim mun líklegra er talið að frambjóðandinn hljóti kjör. Þannig er stuðull Höllu 1.85, en stuðull Katrínar Jakobsdóttur 2.05.
Í þriðja sæti yfir sigurstranglega frambjóðendur er Halla Hrund Logadóttir, en stuðull hennar er 6.00. Næst á eftir er Baldur Þórhallsson með stuðulinn 14.00 og þar á eftir Jón Gnarr með 20.00.
Einnig býðst fjárhættuspilurum að veðja á fleira en einungis sigurvegara kosninganna. Sé veðjað á að Katrín hljóti fleiri en 25,5% greiddra atkvæða er stuðullinn 1.70 og færri 2.00.
Sömu prósentu atkvæða er miðað við í tilfelli Höllu. Stuðullinn á að hún fái fleiri en 25,5% greiddra atkvæða er 1.85 og einnig 1.85 að hún fái færri.
Samkvæmt ofangreindum stuðlum er talið líklegra að Katrín hljóti fleiri en 25.5% atkvæða samanborið við Höllu, sem fer þvert á skjön við stuðulinn um sigurlíkur.