Halla fyrsti forsetinn af hægri vængnum

Halla tekur við embætti 1. ágúst.
Halla tekur við embætti 1. ágúst. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halla Tómasdóttir verður fyrsti forseti Íslands af hægri væng stjórnmálanna. 

Þetta segir Björn Bjarnarson, fyrrverandi ráðherra, í pistli sem hann birtir á heimasíðu sinni.

Sig­ur Höllu í kosn­ing­un­um sem fóru fram í gær var af­ger­andi, en hún hlaut flest at­kvæði í öll­um sex kjör­dæm­um lands­ins. Hún tekur við embætti 1. ágúst.

„Nú árið 2024, 80 árum eftir að forseti lýðveldisins var fyrst kjörinn, gerist það að þjóðkjörinn forseti kemur í fyrsta sinn af hægri væng stjórnmálanna til Bessastaða,“ skrifar Björn

Björn Bjarnason skrifaði pistil um niðurstöður kosninganna.
Björn Bjarnason skrifaði pistil um niðurstöður kosninganna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Erfitt verkefni fram undan

Björn óskar Höllu til hamingju með kjörið en bendir á að henni bíði erfitt verkefni.

„Hennar bíður erfitt verkefni sem hún segist ætla að leysa af hendi með því að sameina þjóðina að baki sér. Að kvöldi kjördags minntist hún sérstaklega á unga fólkið þegar hún þakkaði þeim sem börðust fyrir hana. Hún hefði einnig átt að þakka þeim forystumönnum sem lögðu öðrum frambjóðendum lið fram á síðasta dag en hvöttu svo kjósendur á síðustu stundu til að kjósa Höllu T. í því skyni að koma í veg fyrir að Katrín Jakobsdóttir sigraði.“

Katrín hverfi af vettvangi stjórnmála

Þá telur Björn ljóst að Katrín hverfi nú af vettvangi stjórnmálanna. Hann þakkar henni fyrir framlag sitt í þágu lands og þjóðar.

„Úrslit kosninganna leiða til þess að Katrín Jakobsdóttir hverfur af vettvangi stjórnmálanna. Ég kynntist henni fyrst þar á árunum 2004 til 2007 þegar við sátum í nefnd um EES-samstarfið og ESB. Alla tíð hef ég reynt hana af heilindum hvað sem líður skoðanaágreiningi. Hún á miklar þakkir skildar fyrir framlag sitt í þágu lands og þjóðar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka