Hermann Nökkvi Gunnarsson
Hannes Lúðvíksson var staddur á kosningavöku Höllu Tómasdóttur þegar blaðamaður mbl.is heyrði í honum hljóðið.
„Ég er heldur betur ánægður með það,” svaraði hann, spurður hvort hann væri ekki ánægður með góða kosningu Höllu.
Hvenær ákvaðstu að kjósa hana?
„Ég ákvað það í kjörklefanum. Ég taldi hana líklegasta til að vinna Kötu [Katrínu Jakobsdóttur],” sagði Hannes og viðurkenndi að hafa kosið taktískt.
Verðurðu hérna fram eftir?
„Já, þetta er alvöru partí.”