Landskjörstjórn hefur sent frá sér tilkynningu um niðurstöðu talningar við forsetakjörið. Stjórnin kom saman til fundar klukkan 12 í dag.
„Það tilkynnist hér með skv. 107. gr. kosningalaga nr. 112/2021 að niðurstaða talningar atkvæða við forsetakjör þann 1. júní 2024 er svohljóðandi:“
Gild atkvæði: 214.318
Samtals voru atkvæðin 215.635 en fjöldi kjósenda á kjörskrá eru 266.935. Kjörsókn var því 80,8%.
Fjöldi kjósenda á kjörskrá er birtur með fyrirvara um leiðréttingar sem gerðar hafa verið á kjörskrá eftir útgáfu hennar þann 26. apríl.
Landskjörstjórn mun koma saman þann 25. júní til þess að úrskurða um gildi ágreiningsatkvæða og lýsa úrslitum kosninganna, sbr. 120. gr. kosningalaga.
Í tilkynningunni er vakin athygli á því að úrskurður landskjörstjórnar kann að hafa áhrif á endanlegan fjölda gildra atkvæða.