Snjór og túnin kalin

Svona var staðan við utanverðan Eyjafjörð í gær.
Svona var staðan við utanverðan Eyjafjörð í gær. Ljósmynd/Anita Elefsen

Vetrarfærð og versta veður var víða á Norður- og Austurlandi í gær. Vindstrengur úr kuldapolli langt fyrir norðan landið veldur þessu og svona verður staðan fram undir helgina. Þá ætti þeirri snjókomu sem verið hefur að slota en áfram verður þó kalt, segja veðurfræðingar.

Fólk úti um land sem Morgunblaðið ræddi við í gær lét sér ekki bregða við þetta tíðarfar og þau sem lengsta söguna þekkja segja þetta ekki neitt einsdæmi. Við öllu megi búast þótt komið sé fram í júnímánuð.

En öfl náttúrunnar minna á sig með ýmsu móti öðru. Miklar kalskemmdir á túnum og ræktarlandi eru nú að koma í ljós víða við Eyjafjörð, svo sem í Svarfaðardal. Slíkt þýðir að vinna þarf túnin upp og endurrækta þannig að óljóst er með heyfeng af þeim eftir komandi sumar. 

Sjá nánar um málið í Morgunblaðinu i dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert